Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 13
ara sinna, alltaf hýr og glaður og fullur aí trausti a Guö gróðrar og mildi. Er öllum, sem komust í kynni við hann, að honum mikil eftirsjá — og þakk- ir og blessun hundraða manna fylgja honum yfir í þann heim, sem hann var viss um að mundi veita honum aðstöðu til nýrra starfa í þágu þroska og göfgi, líknar og ljóss. Hann átti oft hin síðari ár tal við mig, kom stund- um vikulega á heimili okkar hjóna, og sannarlega var hann velkominn gestur. Hann sagði mér í stór- um dráttum sögu sína og þroska síns. Segi ég hér tvær smásögur, sem sýna vel gerð hans, hve óhlífinn hann var við sjálfan sig og sannur í viðleitni sinni til að þroskast og göfgast. Vel ég þessum stuttu minn- ingarorðum og sögunum þann stað í blaðinu, þar sem því eíni er ávallt skipað, sem sérstaklega er ætl- að „yngstu lesendunum", þó að minningarorðin og sögurnar hæfi engu síður sem lestrarefni öðrum les- endum. En því vel ég þessu efni þennan stað, að mér þykir æskilegt, að einkum þeir, sem eru á bernsku- og æskuskeiði, festi sér í minni einlægni Sigmundar Sveinssonar, hið ialslausa og hreina í fari hans, en það lagði hann við síaukna rækt, — kærleikinn til náungans — og þá einkum til allra manna og dýra, sem bágt áttu — og trúin á algóðan Guð og föður og græðara allra meina — voru orðin honum allt. Fyrir þjónustuna við þetta lifði bann og hrærðist mörg seinustu ár ævinnar. MÚSIN Á MOSFELLSHEIÐI. ,,Það var einu sinni sem oftar," sagði Sigmund- ur, „þegar ég var á Brúsastöðum, að ég þurfti að skreppa til Reykjavíkur að vetrarlagi. Það var gadd- ur á heiðinni, rifahjarn, og því bezta reiðfæri. Ég söðlaði því hest minn og lagði af stað. Þetta var snemma morguns, og ég borðaði ekkert, áður en ég fór, hafði alls ekki lyst á mat, en ég hafði mat með mér í hnakktösku minni. Ég hafði alltaf nesti á ferðalögum. Ég held það hafi verið því að þakka, að mér ofbauð ungum sú fásinna Suðurnesjamanna að fara ævinlega matarlausir á sjóinn, því ég var ynnilega sanníærður um, að það hefði fyrst og fremst orðið mörgum sjómanninum að bana — að margur báturinn, sem fórst, mannaður úrvalssjó- mönnum, hefði komið að landi, ef þessi eindæma óvani hefði ekki ríkt á Nesjunum. Eg fór ekki hart, vildi ekki sveita hestinn, og þeg- ar ég kom að stórum steini vestarlega á heiðinni, Sigmundur Sveinsson. var ég orðinn matlystugur. Ég fór svo af baki, náði mér í smurt brauð úr töskunni. Ég átti brauð handa hestinum, og svo snæddum við þá báðir, félagarnir. Þegar ég hafði etið við hæfi, spennti ég ólarnar á hnakktöskuna og fór á bak. Svo hélt ég af stað. En hesturinn var ekki kominn nema nokkur spor, þeg- ar ég leit um öxl, var vani minn að hyggja að því, hvort mér hefði ekki orðið á að skilja eitthvað eftir í áningarstað. Og viti menn: Ég sá, að hagamúsar- kríli var komið þangað, sem cg hafði setið, og var að tína upp molana. Æ, það var verst, hvað lítið var þarna að fá. Nei, þetta dugði ekki! Ég tók i tauminn á hestinum og stöðvaði hann. Svo fór ég af baki eins hljóðlega og mér var unnt, og síðan losaði ég tösk- una, opnaði hana og tók upp úr henni stóra brauð- sneið með smjöri og kæfu. Svo leit ég þangað, sem músin hafði verið, bjóst við, að hún væri horfin í holu undir steininum, þó að ég hefði farið varlega. En þarna stóð þá vesalingurinn og horfði á mig, og ég gat ekki betur séð en hún væri alls óhrædd. Ég brosti við henni, og svo færði ég mig hægt og hik- laust nær henni og braut brauðið í mola, sem ég laldi, að yrðu henni nokkurn veginn viðráðanlegir. Það var hörkufrost, og mér var orðið verulega kalt á höndunum, en ég hélt samt áfram að mola niður brauðið. Og hvað heldurðu? Músin bara kom, fór sér rólega, lét upp í sig eins mikið og hún kom þar fyrir og tritlaði síðan að steininum, hvarf þar niður, BÝRAVERNDARINN 61

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.