Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 14
sem snjórinn liúsaði frá. En brátt kom hún aftur og sótti aðra byrði, og svona hélt hún áfram, og alltaí leit hún á mig öðru hverju, og það var eins og hún vildi segja: „Ég er ekkert hrædd við þig, ég sé, að þú heíur ekkert illt í huga.“ Loks kvaddi ég hana, sagði: „Vertu sæl, mýsla mín, og verði þér og þínum að góðu.“ Svo gekk ég að klárnum mínum, steig á bak á ný og reið af stað. Ég leit um öxl, og þá stóð mýsla og horfði á eítir mér. Allt í einu varð ég hugsi, og loks sagði ég við sjálfan mig: „Hana, þar kom að því, — þar vannst þú nú, Sig- mundur Sveinsson, góðverk, sem enginn vottur af eiginhagsmunagirnd eða þóknunarfýsn var á bak við — þú gazt ekki haft hag af þessu eða neina bakþanka!" Og Guðmundur minn — manneskjan er svo skrýt- in og umhverlið gerir liana svo út undir sig, að það er sannarlega ekki gott að skoða huga sinn svo, þegar maður gerir eitthvað — eða heíur gert eitt- hvað, sem maður telur gott, að maður geti verið alveg viss um, að einhvers staðar í manni kinni ekki að leynast einhver hagsmunagrunur — þó ekki væri meir . .. En þarna þóttist ég alveg viss. Og hugsa sér, Guðmundur minn, — þetta heíur músin fundið, taktu eftir, hve spök hún var... Já, mundu ekki meðbræður okkar koma öðru vísi iram við okkur, el þeir fyndu innst inni í sál sína, alveg ósjálfrátt, að svik væru ekki fundin í okkar munni — og hvemig yrði svo sambúð mannanna? Mér dettur í hug: „Leik- ur sér með ljóni lamb í Paradís." TÍKIN Á BRÚSASTÖÐUM Einu sinni sagði Sigmundur við mig: „Mikið lield ég ykkur hjónunum þyki vænt um blessuð dýrin, — það er áreiðanlega eitt ai því, sem sameinar ykkur... Já, dýrin, ég hef aldrei haft til- hneigingu til að vera vondur við skepnur, en ég var ekki nógu góður og nærgætinn við þær, fyrr en tík, sem ég átti á Brúsastöðum, var búin að kenna mér að skammast mín. Og nú skal ég segja þér söguna: Það dó gamall maður á Fellsenda, og lík hans var flutt á kviktrjám til kirkju á Þingvöllum. Við þetta vorum við átta karlmenn. Tveir hestar báru kistuna, og svo vorum við með tvo lausa. Leið okkar lá fram 62 hjá bænum á Brúsastöðum, þar ofan með liggja ruddir troðningar — eða Iágu í þá daga. Af hæðinni fyrir ofan bæinn sá ég, að tík, sem ég átti, allra iallegasta grey og gæðalegt eftir því, Stássa hét hún, kom út og þaut af stað. Á hólnum fyrir neðan voru nokkrir tugir kinda á beit, og sá ég, að Stássa hljóp í hópinn, sem þaut á þanspretti og stefndi ofan að Almannagjá. Á þeirri leið eru gjár og sprungur, og varð ég sárhræddur um, að tíkin mundi nú elta einhverjar af kindunum í þessar hættur. Ég kallaði og kallaði, en tíkin heyrði ekki, og þá rauk ég að öðrum lausa hestinum og brá mér á bak. Ég reið eins hart og ég gat komið klárnum, en svo varð leið- in það ógreiðfær, að ég sá, að ég mundi verða fljót- ari gangandi. Þá stökk ég af baki og hljóp eins og fætur gátu borið mig. Þegar tíkin var komin með féð alla leið niður undir Almannagjá, heyrði hún köllin, og þá nam hún staðar og kom á móti mér- Iiíandis ósköp skömmustuleg. Þegar ég náði til henn- ar, þreií ég í hnakkadrambið á henni, því ég bjóst við, að ef til vill liefði eitthvað af kindunum lent í smærri gjárnar, og sannarlega var ég reiður. Ég barði Stássu, og hún veinaði, en svo íleygði ég henni frá mér, en sagði henni að liggja kyrri, náði mér í lynghríslu og lúskraði tikinni á ný. Ég taldi, að það væri síður hætta á ég meiddi hana mikið, ef ég not- aði hrísluna, en þó mundi ekki síður svíða. Loks henti ég vesalingnum, setti fótinn undir kviðinn á henni og þeytti henni nokkra mtera. En hvað lialdið þið! Hún staulast til mín, leggst ujrp í loft og mænir á mig tárvotum bænaraugum. Æ, æ, — hvað ég fann þá til, — því nú duttu mér í hug orð frelsarans: Ei einhver slær þig á liægri kinn, þá bjóð þú honum þá vinstri.. . Tíkin — skynlaus skepna, sem kölluð var, en ég, kristinn maður, vera, sem Guð haíði skapað í sinni mynd, gefið neista af eldi eilífrar alveru sinnar og uppfrætt um, hvernig hún skyldi breyta! Ég tók tíkina og liallaði lienni að brjóstinu á mér, horfði í augun á lienni, og svo bað ég Guð að fyrir- gefa mér og hét því að sýna dýrunum aldrei fram- ar miskunnarleysi. Og ég held, Guðmundur inn, að það loíorð hafi ég efnt.“ Og hér með kveð ég vin minn og sannan vin manna og dýra og alls, sem grær — ekki sízt þess, sem er hjálparþurfa eða varnarlaust, heiðursmanninn Sigmund Sveinsson. Guðmundur Gislnson Hagalin. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.