Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 3
lífa sláturfé maður, sem ekki reynist fær um að meðhöndla kindabyssu, heldur mistakist iðulega að dauðskjóta kindina. Maðurinn heitir Jón, en „hann er kunningi minn, og ég læt ekki nafns míns getið,“ segir bréfritarinn. Okkur er sagt, að á sláturstöðum komi fyrir, að stórgripir standi vatnslausir og án fóðurs dægrum saman, og okkur hefur verið tjáð, að Jjar standi kýr troðjúgra ótrúlega lengi og bíði slátrunar, fáandi hvorki vott né þurrt. Okkur hefur verið hermt, að hrossaslátrun hafi farið þannig fram á miðstöðvum myndarhéraða, að hinir vitru hest- ar, sem beðið hafa slátrunar, hafi horft upp á, að hross hafi verið skotin eitt af öðru og skrokkunum hrúgað upp, unz íláningarmenn næðu slátrurun- um — og hin bíðandi hross hefðu verið látin sjá þetta. Greindur maður og viðkvæmur sagði, að sér hefði legið við gráti, þegar hann hefði séð hestana, sem biðu, skjálfa milli makka og tagls, þá er þeir sog- uðu að sér blóðeiminn og störðu æðislegum aug- um á hinn blóðstorkna val. Við höfum séð vitnis- burð um það, að á stóru ríkisbúi, þar sem eru margir tugir kúa, eru kálfar ekki skotnir, heldur rotaðir með sleggju, og við höfum einnig fregið, að á vetri eins og í fyrravetur hafi verið kvödd upp herör í heilu héraði sakir þess, að meiri ltluti bænda í einni sveitinni var að því kominn að fella fé sitt, eingöngu vegna vanhirðu og aðburða- leysis um að ná í fóður, sem var fáanlegt í mjög nálægu kauptúni, en síðan doðnaði allt það mál niður og héraðsráðunauturinn, sem fann að ástand- mu, en skorti röggsemi og manndóm til að fylgja eftir því, sem hann hafði séð og sannprófað, kyngdi íyrst mestu af því, sem hann hafði sagt um málið, en sagði síðan af sér og leitaði annarra starfa. Og við höfum fyrir því vitnisburð eins liins trúasta og mætasta manns, sem starfað hefur fyrir íslenzka bændastétt og hún á óendanlega mikið að þakka, að íslenzkir bændur segi í anda Þórðar Malakoffs: „Við eigum sjálfir okkar skepnur og okkur verðar engu, bvað aðrir segja um meðferð okkar á þeim!“ Við vitum að endingu, að lögin um skoðun fóðurbirgða eru sniðgengin í fjölda hreppa, og ef illt ár kemur, snjóavetur og hafísvor, er voðinn vís. Hvers vegna skiptir dýraverndunarsamband ís- lands sér ekki af þessu? spyrja menn eins og al- þingismaðurinn og ritstjórinn. Dýraverndunarsam- bandið og áður Dýraverndunarfélag íslands hefur sannarlega skipt sér af þessu öllu saman, eftir því DÝRAVERNDARINN sem ]:>að hefur getað. Það hefur i fyrsta lagi tekið málin til meðferðar í blaði sínu, það hefur sent menn á sláturstaði og fengið úrbætur á mörgu, og J^að hefur sent til yfirvaldanna kærur. Sums staðar hefur batnað í bili, annars staðar hafa málin verið Jjöguð í hel. Og af hverju? Misferlin eru svo ótrú- lega almenn, að yfirvöldin treystast ekki til þess, frekar en lögreglujijónarnir, sem voru í Skeiðarétt- um í liaust, að taka í taumana, enda ráðherrar ekki síður brotlegir en aðrir — Jsar sem til kemur t. d. útflutnings á hrossum. Dýraverndunarsam- bandið er fámennt og fátækt, eins og áður hefur verið tekið fram. Það hefur ekki fé til að senda menn sitt á hvað um landið til þess að líta eftir Jjessu eða liinu, Jtað fær tíu Jmsund krónur á ári á ijárlögum, og sú upphæð hefur verið óbreytt ár- um saman. Það fær líka sjaldnast kærur eða um- kvartanir, sem menn þori að standa við, Jjori að leggja nafn sitt við, og Jæir menn, sem stundum undrast aðgerðaleysi J^ess, þeir hlaupa ekki til og gerast félagar og liðsmenn, þó að það sé öllum op- ið, — en að þátttöku þeirra gæti félaginu orðið geysimikill styrkur. En J)að alvarlegasta í þessu efni er sú siðferði- lega vöntun íslenzkrar bændastéttar, víðs vegar um land, sem kemur fram í því, sem hinn mæti aldni áhrifamaður benti á eftir för sína í Skeiðaréttir, í því, að samtök bænda skuli styðja Jn't menn, sem vilja leggja á hross sín annað eins og Þórarinn al- þingismaður lýsir, í J)ví, að fóðurbirgðaeftirlit er víða ekki lengur tíðkað, í því, að flutningum og meðferð sláturfjár og síðan slátrun er hagað jafn hörmulega og dæmin sanna, í Jjví, að bændur skuli ekki krefjast aðgerða, Jjar sem heilar sveitir hor- ala fé sitt, í því, að svo og svo margir bændur segja: „Ég á sjálfur mínar skepnur — og meðferð þeirra kemur ekki við öðrum en mér“ — og að Jiessi linign- un er svo almenn, að embættismenn hreyfa ekki hiind eða fót til að framfylgja ])cim lögum, sem gilda um dýravernd og verða þannig sekir um hrein og bein embættisglöp! Dýraverndarinn vill hér með skora á alla þá í bæ og sveit, sem sjá, hver siðferðilegur og menning- arlegur háski J)jóðinni er búinn af Jdví að það ástand haldist, sem nú hefur verið lýst, að leggja dýraverndunarsambandi íslands lið, og fyrst og fremst vill það skora á Stéttarfélag bænda, Búnaðar- félag íslands og önnur samtök bændastéttarinnar að 83

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.