Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 14
Holl ráð aldraðs bændaleíðtoga PÁLL ZÓPHÓNÍASSON var um langt skeið einn af þörfustu mönnum, sem íslenzka þjóðin átti. Hann var fræðari og ráðunautur bændastéttarinn- ar, auk þess sem hann var lengi á alþingi góðgjarn og sérstæður fulltrúi margs hins bezta, sem reynsla og þekking hefur kennt okkur íslendingum. Og honum var vel launuð góðvild hans og áhugi. Ég veit ekki neinn mann, sem bændur landsins hafa, þrátt fyrir hatramma flokkaskiptingu, treyst betur til hollra ráða. Og enn er Páll að ráða bændum heiit. í septemberblaði Freys er grein eftir hann, sem heitir Um heyskap og ásetning. Er hún skrif- uð af djúptækri þekkingu, langri reynslu og þeim heilhug í garð manna og dýra, sem hafa verið að- alsmerki Páls. Og hún tekur á málefnum, sem eru mikil vandamál, svo föstum, en þó liprum tökum, að ég tel æskilegt, að sem flestir kynnist henni. Þar er samofið það hagræna og siðferðilega á þann liátt, að mjög líklegt er til áhriía. Ég liel því fengið leyfi ritstjóra og höfundar til að birta nokkurn hluta þessarar ágætu greinar, nokkuð af því, sem íjallar um sauðfé og kaflann um ráð til að sjá stóðhrossum fyrir fóðri í vondum árum, án þess að það rýri getu bóndans. Ritstjóri. Það er enginn vafi á því, að það er sparnaður í þessu litla afurðafóðri, sem ærin þarf inni, sem miklu veldur um, að dilkarnir eru oft ekki þyngri að haustinu en raun ber vitni. Vegna sparsemi á starfa eins og verst gegnir, en nú hefur Samband- ið leigt húsnæði á Hjarðarhaga 26, ásamt Ungmenna- félagi íslands. Þar verða góð skilyrði til skipulegrar afgreiðslu á gömlum og nýjum árgöngum, og þar getur stjórn Sambandsins iialdið fundi sína, hve- nær, sem þörf er á að hún komi saman. Páll Záphóniassön afurðafóðri til fósturmyndunar fæðast ekki lömbin með nægum þunga og vegna sparnaðar á afurða- fóðri til mjólkurmyndunar eftir burðinn, mjólkar ærin ekki nóg, og því kemst ekki sú döngun í lamb- ið, sem þarf, en fyrsta mánuðinn þyngist lambið mest, og framhaldsþungaaukning þess er að veru- legu leyti komin undir Jrví, að Jiað, strax eftir burð- inn, nái eðlilegri framför. Þessir1) bændur eyða frá 100 til 140 fóðureiningum í ána að vetrinum, og það liugsa ég að jreir eigi að ætla ánni, sem ætla sér að fá yfir 20 kg af dilkakjöti eftir hverja kind á fóðri. Oft munu Jteir geta sparað nokkuð viðhaldsfóður, með Jrví að beita meira en fjöldinn af Jressum bænd- um gera, sem nú fá yfir 20 kg eftir kindina. Allir munu Jreir gefa ánum fóðursalt og sumir líka mat- arsalt, margir í kassa, er þeir láta standa fremst í garðanum og ærnar skammta sér sjálfar úr. Þeir bændur, sem ekki hafa enn lagt niður Jrann ósið, að halda elztu ánum frá hrút og láta J)ær verða geldar síðasta árið, til Jress, eins og jæir liafa sagt við mig: „að fá gott kjöt í reyk“, eiga að hætta því og drepa þær í haust. Þær eiga nú að víkja fyrir ám, sem færa Jreim lamb að vori. Og telji ])eir sig illa heyjaða, og Jmrfa að fækka, eiga Jjeir að ganga nokkuð nærri gömlu ánum, svo Jreir þurfi minna að drepa úr Jreim haustið 1963. Líka drepa Jreir nú ær, sem drepið hafa undan sér, af því þær eru svo seigmjólka eða sva stórspena, að lömbin hafa ekki kornizt á spena, ær, sem átt hafa blind lömb, bækluð lömb, lömb, sem hafa liaft mislanga efri og neðri skolta eða aðra byggingargalla sem gætu verið 1) Þ. e. bændur, sem fá yfir 20 kg af kjöti að meðal- tali eftir hverja á. 94 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.