Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.12.1962, Blaðsíða 15
arfgengir, eins og t. d. það, að fitan er gul að lit og skrokkurinn því ekki söluhæfur. I.innb verða bænd- ur að setja á til viðhalds ærstofninum og fer fjöldi þeirra bæði eftir ánum, sem þeir nú setja á og livað þeir eru vanir að verða íyrir miklum vanhöldum á ærstofninum. En þó að þeir þurfi að fækka ánum eitt ár, þá sýnir reynslan, að sauðíéð kemur fljótt upp aftur og oft er það ekki tilfinnanlegur skaði, sem bóndinn verður fyrir, þó að hann verði að setja fá lömb á eitt ár, og fleiri það næsta. Ég geri ráð íyrir, að margir þeir, sem vanir eru við að fá lítinn arð af fjárbúum sínurn, og hafa átt fullt í fangi með að láta sér nægja þann arð, sem búið gaf áður, sjái í fyrstu lítt mögulegt að fækka fénu, og telji, að þeir komist þá ekki af, geti þá ekki haldið jörð sinni vel við, og iorsorgað fjöl- skyldu sína, ef þeir nú þurfi að fækka. Og hvað eiga þeir þá að gera? Eiga þeir að treysta á, að vetur verði góður, og í þeirri von að setja fleira á, en þeir, og forðagæzlumaður hreppsins, telja ráð- legt, svo ásetningur sé sæmilegur? Ég ræð þeim frá að gera það. Eiga þeir þá að fá sér lán hjá Bjargráðasjóði og kaupa sér fóðurbæti, svo ásetningurinn verði góð- ur? Líklegt er, að margir geri það, og grípi til þeirra ráða, en þó vii ég biðja þá að athuga vel áður, hvort þeir treysti sér ekki til að fækka fénu nokkuð og bæta meðferðina á liinu, sem þeir láta lifa, svo þeir fái eins mikinn arð af því, sem þeir hafa eftir og fara með líkt og þeir bændur gera, sem fá yfir 20 kg eftir hverja kind á fóðri. Ég held, að margir þeirra geti það, og það sé það, sem þeir eigi helzt að gera. En treysti þeir sér ekki til þess, þá að reyna að fá sér Bjargráðasjóðslán til fóður- bætiskaupa. Þá er eftir að minnast á hrossin. Fullorðið hross þarf svipað Viðhaldsfóður og kýrin og fæst þuría þau nokkurt afurðafóður að vetrinum, nerna fyl- lullar hryssur til myndunar fóstursins. Hrossin eru mjög mismörg á bæjum. Einstaka bændur eiga enn hross, sem þeir nota til vinnu á búum sínum. Víð- ast í sveitum, sem það er, er hrossunum ætlað hey að vetrinum, oft um 15 hesta hverju og reynist það nóg með beit. En sumir, sem áður áttu marga tamda hesta, eiga þá enn, þó þeir séu liættir að nota þá og þeir hafi ekki verið beizlaðir til fleiri ára. Væri nú ekki rétt að beizla þá og teyma fyrir byssuopið? Er þörf á að hafa þá á heyjum í vetur? Nokkur héruð þessa lands hafa manna á milli feng- ið nafnið „hrossahéruð", af því að þar eru víðast mörg hross á heimili, og fiest ótamin, hryssur og tryppi í uppvexti. Bændur í hrossahéruðunum liafa liryssur í sama tilgangi og bændur í sauðfjárhéruð- unum ær, til að eiga afkvæmi, láta það ganga undir móðurinni tii haustsins og slátra þá þeim þeirra, sem þeir telja sig ekki þurfa til viðhalds stofnin- um. Folaldið leggur sig eins og 2 til 3 meðal lömb. í hrossahéruðunum er yfirleitt snjólétt og miklu oftar er það, að aldrei taki fyrir hrossajörð allan veturinn, svo gefa þurfi hrossunum. Vegna þessa er það vani margra í hrossahéruð- ununt að ætla hrossinu ekkert innifóður, ætla þeim að bjarga sér — ganga úti. Þegar nú þess er gætt, að fullorðið lnoss þarf 3—4 fóðureiningar í við- haldsfóður á sólarhring, þá er skiljanlegt, að þegar nokkrir tugir, eða kannski yfir 100 hross, koma á hús og er gefið hey frá öðru búfé í von um, að hagleysið muni vara stutt, þá gengur fljótt á heyin. Hrossið étur vikúfóður ærinnar á einum sólarhring, og komi 50—100 hross á innistöðu vegna jarðleysis í nokkrar vikur, þá „mokast heyið upp“, eins og menn þá segja í hrossahéruðunum, og getur á til- tölulega skömmum tíma gert heimili, sem voru vel birg, heylaus með öllu. Það er þetta, sem nrargir óttast að geti leitt til fellis í hrossahéruðunum, þar sem lirossunum er ekkert ætlað nema jörðin — úti- gangurinn. Nú erti hrossin okkar þannig gerð, að þau safna á sig forðanæringu að sumrinu, og eftir því hvað hross, sem vegin hafa verið að haustinu og svo aftur að vorinu, hafa létzt, má ætla, að hross hafi að nokkru lifað á fitu og vöðvum, sem það hef- ur tekið af sjálfu sér og sem hafi haft í sér liitagildi, sem svarar viðhaldi hrossins í 10—12 vikur. En þeg- ar þau hafa etið svo mikið af sjálfum sér, er kom- in hvilft í lendina, makkinn horfinn og telja má rifin langt til. Sumir tala um, að allan útigang hrossa eigi að banna, hann sé ill meðferð á hross- unum, og geti sett hrossabændurna í þrot með fóð- ur fyrir annað búfé, svo felli geti leitt af. Þetta getur allt verið satt, en ég hygg, að þannig þýði lítið að tala við hrossabændurna. Bóndi, sem tek- ið hefur hryssuhjörð af föður sínum og veit, að B Ý R AV E R N D ARIN N 95

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.