Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.10.1948, Blaðsíða 9
dýraverndarinN 47 lieilsa og vildi fá matarbita um leið, eins og stundum áður á þessum stað, enda brugðust víst ekki góðgerðirnar. Svo liélt liann áfram suður í Land, eins og það er kallað, þar sem gripir ganga og liesta var von. Eftir tvo daga var komið til að sækja Jarp, en þá var hann ekki lijá Halldórsstaðahest- unum og fannst ekki, hvernig sem leitað var. Hvar hann hefur verið, livað að gera eða hugsa, veit enginn, en ég' held, að það liafi verið eill- livað ákveðið í sambandi við það, að þetta var í siðasta sinn, sem liann kom á þessar stöðvar, er honum voru kærar. Daginn eftir var hann kominn til hestanna, þá var hann tekinn og mér færður hann út í Grenjaðar- staði. Annan eins eymdarsvip og þá sá ég ekki á Jarp, bvorki fyrr né seinna, enda virt- ist hann alls staðar annars staðar una sér vel, þar sem ég var með hann. Margar ferðir fór ég á Jarp lil að sækja lækni, og brást aldrei þol hans þá, þó að langt væri farið og færið væri stundum ekki gott. Jarpur var líka ótrauður í straumvötn- um. Það sýndi hann margsinnis, er ég fór á honum vfir Skjálfandafljót, sem var oft bæði djúpt og straumþungt. Iðulega fór hann þar á sund með mig, en skilaði mér ævinlega vel til lands. Þegar ég fór að búa, hafði ég svo lilið jarð- næði og bú, að ég gat ekki átt nema einn hest. Fór ég þá að nota Jarp til alls, sem ég þurfti liesls við til að vinna, og reyndist hann jafn óhræddur og þægur við hvað, sem var. Eitt var þó, sem mér virtist liann þola illa. Það var að settur væri á Iiann reiðingur og klyfjar. En sem betur fór, þurfti ég ekki oft að kvelja hann með þvi. Aðalvinnan sumar og vetur var að draga. Þegar drengir mínir voru að nota Jarp, var oft unun að sjá, hve liann var þeim þægur og eftirlátur. Drengur, scm ég á, var á fimmta árinu, þegar liann fór oft með hcyið heim af enginu á sleða með Jarp fyrir. Þegar ég var búinn að hlaða heyinu á sleðann úti á eng- inu og spenna Jarp fyrir, setli ég drenginn á bak aftan við aktýgjabogann. Siðan rölti Jarp- ur af stað, en öðru hverju nam liann staðar á leiðinni, blés mæðinni og fékk sér tuggu. Er Jónas Sigurtryggvason og Jarpur. Jónas býr í SySri-Neslöndum við Mývatn. Lcsendur munu kannast við greinar eftir hann, sem áður hafa komið liér i blaðinu. dreng þótti töfin orðin nógu löng, fór liann að dúa fótunum. Fór Jarpur þá af stað. Er heim á túnið kom, losaði konan heyið af sleðanum. Komu þeir félagar siðan aftur út á engið til mín. Þetta var að jafnaði liægt og rólegt ferðalag, enda sjaldan, að annars þyrfti með, þar sem ég var einn á engi. Alltaf fannst mér Jarpur léttari á svip, þeg- ar lagður var á hann hnakkur lieldur en ak- tygi. Og víst var um það, að hann var stygg- ari, eftir að farið var að hafa hann til dráttar. Stundum fannst mér ýmislegt benda til þess, að hann fyndi það á sér, hvað ætti með lumn að gera. Ég felldi Jarp, þegar liann var 26 vetra. Þá hafði hann enn góðar tennur og var feitur sem ungur væri. En honum var orðið þungt um sporið, Jægar liann var hafður til reiðar, eiinkum á haustin til dæmis í göngunum, einn- ig orðinn hægfara við drátt, svo að ég vildi ekki þreyta hann meira, þó að hann gæti vel lifað lcngur. Þetta er orðið langt mál, skal því staðar nema, þó að margt sé enn ósagt af því, sem i huganum býr, uin trygga og trausta vininn minn og Jiarfasta þjóninn, hann Jarp.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.