Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 3 honum. Meira kæri jeg mig ekki urn aö segja svo börnin heyri, — og svo varð þögn. En börnirí viklu heyra meira, þó að þeim óaði við frarn- haldinu. Ja, eg veit ekki, hvort þið hafið nokkuð gott af að heyra það ; en fyrst þið viljið endilega heyra þaö, þá skal eg segja ykkur það sem m é r hefur verið sagt um náttúru jressara kvikinda. Eins og eg sagði, hafa þessi villidýr ekki mök við menn — ekki lifandi menn, og öllum lifandi mönnum stendur stuggur af þeim. En þegar harðast sverfur að, þá grata þeir sig undir kirkjugólfið og 1 e g g j a s t á n á i n n. Börnin höfðu ekki búist við góðu, en þessum ósköpum voru þau ekki við búin. Þau fölnuðu, og skulfu af hræðslu, því þeim datt ekki í hug að rengja söguna, — og sumt fullorðna fólkið kannaðist við hana, og trúði. Það styrkti líka trúna, að ein- hver hafði séö urðarköttinn alveg nýlega smeygja sér inn í holu í kirkjugrunninum. Það var svo senr auðvitað, hvaða erindi hann átti þangað. I þessum vandræöum sínum leituðu þau til mörnrnu. Hún bað þau að setjast hjá sér og sagði þeim þessa sögu: Einn harða veturinn var hræðilegur músagangur á K i r k j u- b ó 1 i. Mýsnar voru ekki einungis í búrinu, þar sem þær gátu átt matarvon, heldur voru þær inn um alla baðstofu, uppi í rúmum fólksins, í ullarlárunum stúlknanna og allir veggirnir voru útgrafnir af músum og og mús i hverri holu. Húsbóndinn var slænmr við konuna sína og köttinn. Kötturinn gat flúið, og gerði það líka; svo að nú var enginn köttur í bænum. Músa- gildran var spent á hverju kveldi, og oft var hún veiöisæl, en þar sá ekki högg á vatni. Loks var tekið það ráð að útvega kött. En það gekk erfiðlega, því að víðar var nnisagangur en á Kirkjubóli þennan vetur. Að lokum tókst þó að útvega ketling. Hann var alsvartur á skrokkinn, en hvítur á framfóta- tánum og nefinu, blíður í lund, mannelskur og símalandi. Heima hjá sér fékk hann að liggja í hjónarúminu hvenær sem hann vildi, og notaöi sér líka af því, nerna rétt á meðan mamma hans var að kenna honum að veiða. Það brá svo við á Kirkjubóli, þegar þetta litia grey kom þar, að mýsnar héldu sig í holum sínum, og týndu líka tölunni, svo að bráðlega varð alger friður fyrir þeim. Meðan kisa var aö hreinsa bæinn, átti hún besta atlæti og var gefin mjólk eins

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.