Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 5 sletti torfunni fyrir skjáinn: „Þér veitir liklega ekki af hlýj- unni, greyiö; hann verður svalur til aö liggja úti í nótt.“ Næsta morgun, þegar stúlkan fór í fjósiö, haföi hún undir- bolla í barmi sínum. Hún lét mjólk í bollann og kallaöi á kisu, en hvorki sá hún hana né heyröi. Hún lýsti upp á silluna, en þar var enginn köttur. Hún lýsti upp i hvern bás, og kallaöi alt af á kisu. En þaö var steinhljóö. „Þetta hefur veriö missýn- ing, maður, hér er enginn köttur, eða hann hefur skotist út áöur en eg kveikti.“ — „Engin missýning var það, en eg gæti best trúaö, aö þaö væri gamanlaust aö finna hann ; svipurinn var ekki svo blíðlegur. Gæti best trúað að þaö væri urðarköttur.“ Stúlkan lét nú samt mjólkurskálina veröa eftir í moðbásn- um. Næsta morgun var hún tóm. Húsmóðirin var góð við allar skepnur, og kendi sérstak- lega í brjósti um þær sem voru munaðarlausar. Hún lagði svo fyrir, aö rnjólk skyldi látin í skálina á hverju máli, meöan hún tæmdist milli fjósverka. Ýmsar matarleifar voru látnar þar. Alt hvarf, — en aldrei sást kisa. Svo leiö vika. Þá átti kýr aö bera og húsmóðirin fór sjálf i fjósiö. Hún þóttist þegar veröa vör við eitlhvað fyrir ofan kvartil í moöbásnum, og kallaði til kisu. Þaöan hafði hún ekki farið eftir seinustu mál- tíðina. Þar var korninn „urðarkötturinn". En sú hrygöarsjón! Ekki annaö en beinagrindin. Eins og skinniö væri límt utan á hana. Hárin stóðu beint upp, eftir endlöngum hryggnum; hann hnipraði sig saman, Dlés og hvæsti, og var harla óárennilegur. En húsmóðirin hræddist hann ekki; hún kannaðist vel viö hann, þó að hann væri oröinn svona breyttur, ketlingairinn, sem hún haföi látið að Kirkjubóli. Hún varð að vaka yfir kúnni um nóttina, og var aö reyna aö blíðka skapið í litlu „Tá“. Það gekk illa .Tortrygnin vildi ekki hverfa. Svo fór samt sem áður, að kisa fór að lepja mjólkina, og loks leyföi hún þessum gamla vini sínum aö strjúka úfna bakið. Þegar i stað breyttist alt út- litiö. Eftir aö litla Tá hafði etið sig sadda, naut hún blíðláta gömlu húsmóður sinnar og fóstru eins og í æskunni, og svo fór hún að mala og horfði framan i hana örugg i skjóli hennar og þakklát fyrir vinahótin. Undir morgun var þessum fjósverlcum lokiö. Uröarkötturinn varð samferða húsmóöurinni til bæjarhúsa, og hafði ekki vista- skifti eftir það.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.