Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 17
DÝRAVERNDARINN i3 aö getur frelsað hestana frá ofraun viö haustbrúkun, sauöfé frá hrakningum og menn frá vosi og fjártjóni. Hver föburlands- vinur hlýtur aö brenna af þrá eftir þeim flutningatækjúm, og dýravinir þá ekki siöur, þó þeir létu sér i léttu rúmi liggja hag landsmanna og framtíS fósturjaröarinnar — þá vegna skepn- anna. — Eitt af því, sem fyrir augu ber, er manngarmur sitjandi á dróginni sinni, berjandi fótastokkinn, og reiöandi undir sér all- mikla pjönkur; en aftan i var hnýttur nautgripur. Þaö flaug i liugann, aö æskilegt væri að geta talaö viö manninn og sett honum fyrir sjónir, hvaö þetta er ljótt og óþarft. En til þess er ekkert ráörúfn. Bíllinn þýtur fram hjá. Beljutetrinu verður bilt viö það, eins og fleiri skepnum; hún vill foröa sér og kippir dróginni nær þvers um á götunni. Riddarinn — sem annars er litiö riddaralegur — reiðir til höggs svipuna. Meira var ekki auöiö aö sjá, því aö billinn er þotinn frarn hjá. Ekki er þetta ný sjón aö sjá. Og oft hefur þaö verið vítt i ræöu og riti; en árangurslítið. Þaö hefur ekki þótt fært aö kæra slíkt fyrir yfirvaldi. En mundi þaö nú ekki varöa viö lög? Úr því væri rétt að fá skorið með dómi. Þaö gæti ef til vill oröiö til þess aö þessi ósómi legöist niður, úr þvi aö til eru menn, sem þykir ekki skömm aö þessu ferðalagi, svo aö þeir leggi þaö niður af sjálfs dáöum. H a 11 u r h e s t u r ætti hvergi aö sjást notaður. Einn hest gat aö lita talsvert haltan fyrir vagni á leið til Eyrarbakka. Eiiginn heföi leyft sér aö koma þangað með haltan hest fyrir vagni, hefði þar veriö dýraverndunarfélag, eða deild af D ý r a- verndunarfélags íslan'ds. Fél. þarf aö leggja undir sig landið, stofna deild i hverju kauptúni og hverri sveit. Ferða- maöurinn, sem ekki hefur tilfinningu fyrir því aö fara vel meö hestinn sinn, ætti að geta átt von á aö verða fyrir dýra- verndara hvar sem hann fer. Þaö mundi verða honum aövörun. Ungur bóndi, sem líklegur er til aö verða sveitarhöfðingi, kemur ríöandi til kaupstaðarins. Gæðingurinn blæs ótt og títt og er sveittur, svo sem dreginn væri af sundi. „Hann mun veia góöur, þessi?“ — „Já, heldur.“ — „Þér hafið riöiö hart.“ — „Ekki svo mjög.“ — „Er langt aö austan?“ — „Fimtán kíló- metrar." — „Voruö þér lengi á leiöinni?" — „Um klukku- tíma.“ Þetta er of hart farið á feitum hesti aö haustinu. Maðurinn,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.