Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 18
14 DÝRAVERNDARINN sem hér átti í hlut, er hestamaöur og góöur drengur. En hann er einn af þeim, sem þykir gaman aö ríða hart. Og i þetta sinn hafði hann riðið o f hart. Flversu mikið gaman, sem þér þykir að riða hart, þá mundu alt af eftir því að ofbjóða ekki þoli hestsins þíns. Sumum þykir gaman að hæla sér af því að hafa riðið svo og svo langa leið á svo og svo stuttum tíma. Misjafnlega er á haldið á ferðalögum. Einn fer hlutfallslega langa leið á stuttum tíma, og hefur þó farið vel með hestinn sinn. Annar fer styttri leið á jafnlöngum tíma, og hefur samt sem áður farið illa með hestinn sinn. Satt er það. En oft eru óprúttnir glannar og skepnuníðingar að hrósa sér af því, sem þeir ættu heldur að skammast sín fyrir, ])egar þeir eru að monta af hraðri reið. Ef nokkur á hrósið, þá er það hesturinn. Vandalaust er að sitja í hnakknum. DÝRA-SJÚKRAHÚS Liklega rekur einhver upp stór augu, þegar hann les þetta orð : d ý r a-s j ú k r a h ú s, — sjúkrahús fyrir hunda, ketti, kýr og kálfa. En svona langt eru siðaðar þjóðir komnar í mannúð við skepnur og góðri meðferð á þeim. Það er ekki furða, þó að við stöndum agndofa af undrun yfir Jjví að til séu dýrasjúkra-hús með öllum þeim þægindum, sem sjúkum dýrum verða látin í té, meðan við eigum ekkert sæmi- legt sjúkrahús fyrir mennina. Hinn 25. sept í fyrra var Dýraverndunarfélagið danska fertugt. Þann dag var opnað — og félagsmönnum til sýnis — dýra-sjúkrahúsið í Emdrup í Danmörku. Það eru afarmikil húsakynni, í mörgum deildum, eins og nú þykir hentugast að byggja öll sjúkrahús; mörg einstök hús, en ekki ein samfeld bygging. Húslóðin er yfir 14000 ferálnir að stærð, og húsin hin skrautlegustu, svo að þau gefa ekkert eftir ný- tískuhúsum í sama augnamiöi fyrir menn. Og allur útbúnaður innan húss að sama skapi vandaður og fullkominn. Sjúkrahús þetta hefur kostað 150,000 kr. — og er óneitanlega

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.