Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 19

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 19
DÝRAVERNDARINN 15 fagur vottur um starfsemi, vöxt og viSgang Dýraverndunar- félagsins í Danmörku, þau 40 ár, sem þaS hefur starfaö. Þarna er liægt að taka viö 70 dýrurn í einu til lækninga, aöal- lega smærri skepnum enn; en hugsað er til aö bæta viö húsa- kynnin. Deild fyrir hesta er t. d. enn ekki kornin; en hún er fyrirhuguð, og ætlað sérstakt svæði. Formaður dýraverndunarfélagsins stendur fyrir sjúkrahúsinu. Hann heitir Svend Larsen oger dýralæknir. í aöalhúsinu er skrifstofa hans, forkunnarfögur meö dýrindis húsbúnaði, skurölækningastofa svo falleg og svo vel út búin að öllu, sem best gerist i nútíöar sjúkrahúsum. Viö hliðina á henni er b i ð s t o f a fyrir eigendur dýranna. Þar er svo sérstakt herbergi til að deyfa dýrin í; R ö n t g e n s-h e r- b e r g'i, og b a ð h e r b e r g i, sem ekki má gleyma. Baðkerin eru hvít, og ,,lakkeruð“ auövitað; að öllu leyti eins falleg og notaleg og best gerist á baðstöðum fyrir efnaða menn. Eftir að dýrið hefur fengið þarna bað, er ])að látið fara í annað herbergi til að þorna. Þar streymir heitt loft upp úr gólfinu, sem þurkar laugarvatnið á svipstundu. M a t b ú i ð er í annari deild (húsi) og mundi þar ekki skorta neitt sem við á. í sama húsi er sérstakt herbergi til að k r y f j a dýr i, og k r e m a t o r i u m (líkbrensluhús). Ekkert vantar. Fyrsti sjúklingurinn, sem lagður var inn í sjúkrahúsið, var stór St. Bernhardshundur. Hann var svo sem ekki hættulega veikur. Það voru skorin 1 í k þ o r n af framfótunum á honum! Hundurinn var annars 2000 kr. virði, svo það var gott að geta fengið góða læknishjálp handa honum. — „Legan“ á þessu sjúkrahúsi kostar 50 aura á dag, og alt að 1 krónu fyrir stærri dýrin. SITT AF HVERJU EFTIR JÓHANN ÖGMUND ODDSSON Meidda hryssan. Maður austan úr Flóa léði hryssu til Rvíkur í vor. Þegar suöur kom, kom það i ljós, aö alt liakið á henni var eitt sár, stórir bólguhnúskar frá herðakampi aftur á lend, svo sumstaöar skein í bert holdið. Þrátt fyrir þetta var það

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.