Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 2
18 DÝRAVERNDARINN G ó S u r b ú m a S u r er viS öllu búinn; hann hefur engar þungar áhyggjur út af sauSfjáreigninni; hann hefur ánægju af henni allan ársins hring. Hann getur hlakkaS til vorsins, því aS hann þolir aS þaS komi seint. Fyrri hluti útlíSandi vetrar var góSur og skepnum leiS vel og þær björguSu sér sjálfar lengi fram eftir. Nú hafa þær lengi staSiS viS matborS bændanna, og væntanlega fengiS dag- lega mettan kviS. SauSféS er því enn væntanlega sprækt og frjálslegt og holdugt. En hvernig verSur þaö, ef voriS kemur seint ? ÞaS þarf engu aS kvíSa, þar sem þaS er undir hendi góSra manna, sem nóg hafa aS miSla. En kvíSa mætti þaS vor- inu, ef þaS sæi og hefSi vit á að meta heyforSann sumstaSar. Sá sem enga á kindina getur líka hugsaS áhyggjufullur til vorsins,og sagan hans Þorgilsar gjallanda, „Frá norS- urbygSum", ein fallegasta perlan af mörgum fallegum, flýgur í hugann. Hamingjan gefi, aS enginn standi á komandi vori í sporum VandráSs; mannsins, sem átti fallega féS um haustiS, „feitt, gildvaxiS, þreklegt og upplitshreint, ánægju-' legt, mjallhvítt á lagSinn og spakt viS manninn". AS drepa þetta fé úr hor, eSa draga þaS rétt undan dauSanum þótti hon- um meiri skömm en aS fara sjaldan til messu og vera aldrei til altaris. En um voriS varS honum aS orSi, þegar hann sýndi vini sínum inn í ærhúsiS: „Nú færSu aS sjá ósómann" .... Og hann leið sára sálarkvöl af því, hvernig fallega sauSaeignin var farin. Þjáningasvipur var kominn á ærnar, magrar og mjó- slegnar. Vandráður hræSist ekki þaS, aS hann fari á hreppinn, og hann óttast ekki horfellislagavöndinn, — þaS var líka óþarfi! — en .... „hitt er sannast, aS þessi synd brennur mér sárast á beSi" — segir hann. Og þaS er efst í honum aS hætta fjár- menskunni og fara til Ameríku. ÞaS er innilegasta ósk Dýraverndarans og allra góSra dýra- vina, aS sú ógæfa hendi engan hann á þessu landi aS berjast baráttu V a n d r á S s, en ef þaS ólán dynur yfir, þá óskum vér allir, aS hinir ógæfusömu menn f i n n i t i 1 eins og hann. ÞaS kendi honum aS lifa, og það mun kenna þeim aS lifa.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.