Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 19 „ÞARFASTI ÞJÓNNINN" Þegar menn tala um dýr og dýraverndun , þá er þaS afar- eSlilegt, aS þeim verði einna skrafdrjúgast um hestinn, þvi þaS er sú skepnan sem er manni handgengnust. Hvert seni maSur gengur eSa fer, þá mætir augaS hesti — hestur i ein- hverri brúkun, og henni stundum því miSur slæmri, svo aS. manni hlýtur að ofbjóSa þaS kaldlyndi og kæruleysi, sem hús- bóndinn oft aS ástæSulausu sýnir þarfasta þjóninum. ÞaS er ekkert uppnefni, aS kalla hestinn „þarfasta þjóninn", því eftir þvi, sem högum okkar er enn þá komiS, þá komum viS svo fáu í framkvæmd, sem gera þarf á þessu landi, aS viS ekki hljótum aS vera aS meira eöa minna leyti upp á hestinn komnir. Hann flytur afurSir landbóndans í kaupstaSinn, og nauS- synjar hans aftur úr honum heim. Hann ber fóSriS handa hinum skepnunum heim af engjun- um, en sjálfur fær hann úrganginn og rekjurnar úr heygörS- unum, þaS sem myglaS er og hrakiS og öSrum skepnum ekki bjóSandi. ViS þessu verSur hann aS taka með þögn og þolinmæSi; aS mögla er honum ekki hægt, þess er honum varnaS, en hugsanir hans má lesa úr augnaráSi hans, þegar hann hefur lokið drjúgu og arðmiklu dagsverki fyrir húsbónda sinn, og er látinn aö stallinum fullum af úrgangi frá hinum skepnunum, ef honum væri þá gefiS þaS af skaparanum aS geta sagt nokkurt orö, hlyti þaS aö vera ófagur dómur um okkur mennina. Ófagur dómur, sagSi eg. Eg held þaS yröi ekki, því hest- urinn er svo umburSarlyndur, aS eins mundi hann leggja fyrir húsbændur sína nokkrar máske óþægilegar spurningar, spurn- ingar, sem mundu sýna þaS einna ljósast, aS viS eigum áS skoSa hestinn okkar sem vin vorn og kunningja en ekki sem þræl. Þegar viS förum skemtiferSir, þá er hesturinn meS í ferS- inni, annaShvort er honum beitt fyrir vagn eSa settur undir reiöver, og aS eins ná þær skemtiferSir tilætluSum notum, ef viS höfum sýnt hestinum mannúS og nærgætni. AS ríSa góSum hesti skarpa spretti, eru ánægjulegar stundir,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.