Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 8
24 DÝRAVERNDARINN hann var þá ekki látinn vera lengur en þörf þótti og ekki fluttur fyr en fugl var farinn að setjast. En vorið 1907 bar svo til um miSjan varptímann aö viS bræSur vorum á landi aS laga tóftir er reka átti inn í til fráfærna, og er lei'ð aíS hádegi kemur drengur einn aS leita kinda, og er Tryggur meS honum, en þegar hann sér okkur, þá var hann ekki lengi að hendast til okkar, og fékk drengurinn hann ómögulega meö sér. Við vorum nú í vandræðum með hann, því að við þurftum heim um kvöldið, en ekki mátti hann vera með; við hugsuðum nú. að hann mundi fara til bæjar, er við værum farnir, og létum það gott heita. Okkur gaf byr heim, og settum við strax upp segl; en þegar við vorum komnir fáa faðma undan landi, litum við aftur, og sáum þá að Tryggur fylgdi á sundi. Nú var ekki um annað að gera en taka hann upp í bátinn og hafa hann með heim; leist flestum lakar á, er Tryggur var með; en við lofuðum að flytja hann aftur, ef við gætum ekki kent honum að bera tilhlýðilega virðingu fyrir æðarfuglinum, en fyr ekki. En Tryggur var námfús, og tókst það fljótt hvað æSarfuglinn snerti, en lengi var hann að læra að elska kríuna; hún var svo vond við hann, og honum þótti gaman að leika sér meö ungana hennar, en þeir þoldu ekki hans leiki. Samt lagaSist þetta líka, og þaS svo, að hann var aldrei fluttur héðan aftur vegna fuglanna, og að lokum passaði enginn betur en hann að ganga úr vegi fyrir þeim, og bar það oft við, er fugl var að setjast og við vorum að ganga um eyjuna, að hann gerði okkur aðvart ef hann sá hjón, að ganga úr vegi fyrir þeim. Tryggur fékk nú aldrei að fara á land, nema þegar hans þurfti þar, og var það helst í leitum á haustin, en þá var líka oft gaman að glöggskygni hans, og langar okkur að nefna hér eitt dæmi. Þegar komið er úr leitunum, er féS strax flutt út í eyjuna; þaS er rekiS ofan í kletta, sem eru svo ágætlega út- búnir til þess; þar er stallur, sem tekur um 300 f jár og fef féS eftir mjóum stig niSur, en svo hátt í kring, aS engin skepna þarf aS hugsa til að sleppa, og síSan er flutningsbátnium lagt við stallinn; sé gott veður, gengur flest af fénu sjálft út í, en ætíS er Tryggur var búinn að hjálpa til aS reka í stallinn, lagSist hann á brúnina og beiS, en þegar hann sá, aS ekki var eftir nema á einn bát, þá var hann ætíS kominn niSur þegar hann lenti, og fór þá fyrstur út í, svo hann gleymdist ekki, og þótti flestum gaman aö sjá þetta til hans; dómgreind

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.