Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN____________25 hans var svo mikil aS hann gat ætíS dæmt um hvort bátur- inn mundi taka eSa ekki, því aldrei hreyfði hann sig af brún- inni fyr en hann sá, að komiS var aS því síðasta. Æfinlega var Tryggur hér einn af hundum og virtist hann kunna því vel, því aldrei lagði hann til sunds á eftir okkur héðan, en illa kunni hann við sig, er viö vorum hvorugur1 heima, og þáöi hann oftast ekki mat; hann fór oftast til mömmu og bar sig aumlega fyrir henni, ýlfraði og skrækti við fætur henni; hún sagSi þá stundum viö hann: „ÞaS var ekkert mér að kenna, að þeir fóru." Lagöist hann þá þegjandi hjá henni um stund, en oft þurfti hann að gá að, hvort viS kæmum ekki, og var ætíS kominn til okkar er við lentum, og þá sjaldan er hann þáSi mat, er viS vorum í burtu, var þaS af henni, en væri hún líka að heiman, leið honum mjög illa. Við vorum eitt sinn sem oftar öll aS heiman, og stóS' sú ferð yfir í 4 daga, og á þeim tíma varð enginn var við að Tryggur smakkað neitt, fyr en daginn, sem viS komum; hafSi hann þá strax um morg- uninn verið mjög kátur og fór þá út á eyju, en þegar hann kom heim, þáSi hann sykur og þóttist fólk sjá þaS á honum, aS viS mundum koma heim þann dag. En aldrei leiS honum ver, en þegar annarhvor okkar var veikur (honum var alveg sama, hvor okkar var), þá vildi hann helst aldrei úr bæ fara, og var hann þó ólatur, en þegar sá kom á fætur aftur, réð hann sér ekki fyrir gleði. Sem dæmi upp á ráSvendni hans má nefna þaS, aS honum þótti kríuegg ágæt aS sleikja úr þeim hráum, en aldrei tók hann egg í óleyfi, og ekki þó viS værum úti á eyju aS tína egg; en ef við sögSum viS hann: „þú mátt eiga það", er hann kom aS eggi, þá varð hann feginn, tók þaS og braut og sleikti úr því. Aldrei þurftum viS að siga honum til aS láta hann gelta, heldur aö eins aS segja: „geltu nú, Tryggur minn"; en nú tvö árin síSustu, var hann búinn að missa heyrnina, og fór hann þá alt eftir bendingum; hann fór ætiS þangað, sem maSur benti, en þó ekki lengra en svo aS hann sá, hvort maSur gæfi bendingu, og rétti maSur hendina frá sér, hélt hann áfram, en væri hún látin falla, kom hann. í leitum á haustin þurftum við ekki aS óttast aS yrSi eftir á milli okkar, því að Tryggur passaSi þaS; hann var einlægt á ferSinni frá öSrum til hins, því báSir voru honum jafn-kærir. Margir voru farnir að segja viS okkur, nú að síðustu: „þiS

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.