Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Qupperneq 9

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Qupperneq 9
DÝRAVERNDARINN 25 hans var svo mikil aS hann gat ætíö dæmt um hvort bátur- inn mundi taka eöa ekki, því aldrei hreyföi hann sig af brún- inni fyr en hann sá, að komiö var aö því síðasta. Æfinlega var Tryggur hér einn af hundum og virtist hann kunna því vel, því aldrei lagöi liann til sunds á eftir okkur héðan, en illa kunni hann viö sig, er við vorum hvorugui4 heima, og þáöi hann oftast ekki mat; hann fór oftast til mömmu og bar sig aumlega fyrir henni, ýlfraöi og skrækti við fætur henni; hún sagöi þá stundum viö hann: „Það var ekkert mér að kenna, aö þeir fóru.“ Lagöist hann þá þegjandi hjá henni um stund, en oft þurfti hann aö gá aö, livort við kæmum ekki, og var ætíð kominn til okkar er viö lentum, og þá sjaldan er hann þáöi mat, er viö vorum í burtu, var þaö af henni, en væri hún lika að heiman, leiö honum mjög illa. Viö vorum eitt sinn sem oftar öll að heiman, og stóð'sú ferö yfir í 4 daga, og á þeim tíma varö enginn var viö aö Tryggur smakkað neitt, fyr en daginn, sem viö komum; hafði hann þá strax um morg- uninn veriö mjög kátur og fór þá út á eyju, en þegar hann kom heim, þáði hann sykur og þóttist fólk sjá þaö á honum, að við mundum koma heim þann dag. En aldrei leiö honum ver, en þegar annarhvor okkar var veikur (honum var alveg sama, hvor okkar var), þá vildi hann lielst aldrei úr bæ fara, og var hann ]ió ólatur, en þegar sá kom á fætur aftur, réð hann sér ekki fyrir gleði. Sem dæmi upp á ráðvendni hans má nefna þaö, aö honum þótti kríuegg ágæt að sleikja úr þeim hráum, en aldrei tók hann egg í óleyfi, og ekki þó viö værum úti á eyju aö tína egg; en ef viö sögðum viö hann: „þú mátt eiga það“, er hann kom að eggi, þá varð hann feginn, tók það og braut og sleikti úr því. Aldrei þurftum viö að siga honum til að láta hann gelta, heldur aö eins að segja: „geltu nú, Tryggur minn“; en nú tvö árin síðustu, var hann búinn að missa heyrnina, og fór hann þá alt eftir bendingum; hann fór ætíð þangaö, sem maöur benti, en þó ekki lengra en svo að hann sá, hvort maður gæfi bendingu, og rétti maöur hendina frá sér, hélt hann áfram, en væri hún látin falla, kom hann. I leitum á haustin þurftum við ekki að óttast aö yrði eftir á milli okkar, því aö Tryggur passaði þaö; hann var einlægt a ferðinni frá öðrum til hins, því báðir voru honum jafn-kærir. Margir voru farnir að segja viö okkur, nú aö síöustu: „þiÖ

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.