Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 10
26 DÝRAVERNDARINN þurfiS að fara að drepa þenna hund, því að hann er orSinn svo gamall." En viS drógum þaS, því aS okkur var fariS aS þykja svo vænt um hann, aö viö máttum ekki af honum sjá, og vorum við lengi aS hugsa um, á hevrn hátt það mundi best, og kom okkur síðan saman um, að best mundi að fá hann skotinn, helst að læðst væri að honum sofandi úti, því þar sem hann var líka búinri að missa heyrnina, var það enginn vandi, og var það gert nú fyrir fáum dögum, þar sem hann gróf sig í skafl og beið okkar við fjárhúsin, og var það góður dauðdagi, og mátti það ekki minna vera eftr 13 ára trúa fylgd. Við látum hér staðar numið að segja sögu þessa trygga dýrs, þó margt sé enn ótalið, en það sem hefur verið sagt, nægir til að sýna, að fáa mun hann hafa átt sína líka, og hefS- um við ekki óttast það, að illa gengi að hreiusa hann svo vel væri, þar sem hann var' oröinn svona gamall, mundi hánn hafa fengiS að lifa svo lengi sem hægt hefði veriS aS láta honum líSa vel. Æðey, í febrúar 1916. Á s g e i r G u S m u n d s s o n. H a 11 d ó r G u ð m u n d s s 0 n. FUNDIR OG MANNAMOT ÁSur fyr meir, þegar vínnautn var nokkur til muna hér á landi, kom það oft fyrir, aS illa var farið meS hesta, þó að ekki væri langt farið. Pétur eða Páll brá sér til næsta bæjar til aS hitta kunningja sinn og — til að gera sér „glaðan dag". Komumaður bindur hestinn sinn við hestasteininn og gengur til bæjar. Kunningjunum verSur skrafdrjúgt; kaffi og brenni- vín losar um málbeiniS; staupunum f jölgar, og hesturinn gleymist. Hann stendur skjálfandi viS hestasteininn meSan eigandinn er aS hressa sig. Þetta þótti góSum mönnum ljótt, og þaS v a r ljótt. En það þarf ekki brennivín til; hirðuleysið um hestinn er því miSur ekki úr sögunni, þó aS brennivíniS kunni aS vera það.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.