Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Page 11

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Page 11
D Ý R A V E R N D A R I N N 27 ÚtreiSarfólk gleymir enn oft hestunum, þegar þa'ö er aö skemta sér; kirkjufólkið gleymir þeim; hestunum líður oft illa á mannamótum, við skemtisamkomur og önnur fundahöld. Mannfundir tíðkast nú meira en áður víða á landinu. Þaö er víst ekki annað en gleðiefni. Það er og gleðiefni, að f u n d a h ú s eru reist, og sumstaðar allmyndarleg, svo að ánægja er fyrir sveitungana að koma þar saman til að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir fáum árum var bygt mjög laglegt fundahús á ljóm- andi harðvelli og meö friðu útsýni. Þar i sveit var vaknaður á- lmgi á framförum. Húsleysið gerði þá vart við sig; hvergi hægt að koma saman til að ráða ráðum sínum; ekki heldur hægt að koma neinstaðar saman til að skemt sér. Húsið reis upp á þess- um fagra fundarstað til gagns og gleði fyrir sveitina; það á vissulega einn þátt í menningu hennar framvegis. Fyrsta hugsun dýravinarins, þegar hann leit alla þessa dýrð og eftir að hann hafði glaðst í huga sínum yfir þessu menn- ingarspori — var eittlivað á þessa leiö: Þetta er alt gott og blessað á s u m a r d a g, en fundir munu líka verða haldnir á vetrum, og hvað verður ]>á gert við hestana? Stutt er að vísu til næsta bæjar, en þar eru auðvitað engin húsakynni til að hýsa hesta fundarmanna, og ef til vill ekki heyföng til að kasta í þá tuggu, þegar þeir koma heitir og móðir eftir hlaupin. Ekkert hefur orðið úr því nokkur ár, að vekja athygli á því í blöðum, sem þarna flaug í hugann. En seinasta fjölmenna samkoman á Þjórsártúni rninnir áþreifanlega á að það er gott að hafa veglegt fundarhús og góð tæki til aö láta fara vel um fundarmenn; en að hitt þarf ekki síður að hugsa um, að vel geti farið um hestana. Þjórsártúni er ágætlega i sveit komið til að vera samkomu- staður fyrir 2—3 sýslur, og reynslan hefur sýnt aö þangað eru vel sóttir fundir. Húsráðendur þar hafa unnið stórvirki í húsagerð til þæginda fyrir menn og skepnur. En þó að þarna sé fyrir einstaks manns dugnað besti fundarstaður til gistingar og hýsingar á hestum, þá sýndi seinasli fundur að betur má, ef duga skal. Einn fundarmanna lýsti svo líðan sumra fundarmanna-hest- anna, að hverjum góðum manni verður að renna til rifja. Þeir stóðu þar bundnir alla nótlina úti, eða heftir á graslausri jörð.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.