Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 15.03.1916, Blaðsíða 13
í heild sinni, vill hann taka undir meS „hestavininum" og biöja sóknarfólk og presta að sjá um að skýli veröi reist yfir hesta messufólks, svo aö þeir þurfi hvorki aö standa bundnir né i opinni rétt hvernig sem viörar, meðan á messu stendur. GÓÐAR MÆÐUR Oft er þaö viökvæði haft um fólk, sem fávíst þykir, að það sé sauðheimskt. En það er alt annað en að sauðfé sé mjög vitlítið, þó þetta orðtæki sé liaft um fávitra menn. Þar, sem eg ólst upp, austur í Holtum, var lækur, sem ærnar fóru oft yfir vetur og sumar, og varð þeim stundum að bana, þó að hann væri ekki mikið vatnsfall. Víðast var Langilækur — svo hét hann — svo mjór, að hlaupa mátti yfir hann, samt var á honum mjó torfbrú til að teyma hesta yfir á, en hún var svo mjó, að ekki gat þar farið nema ein kind í einu. Annars hljóp féð venjulega yfir lækinn þar sem þaö kom að honum. En þegar ærnar voru nýbornar, gátu litlu lömbin ekki hlaupið yfir lækinn, það vissu lika mæður þeirra og fóru þá ætíð á brúnni. Eg liaföi oft gaman af því aö horfa á, þegar ærnar voru að fara yfir lækinn á brúnni, meö lömbin sín ungu. Þær biöu eftir þeim við brúna, svo ráku þær í þau snoppuna og ýttu þeim aftur fyrir sig. Þær höfðu glögt auga fyrir hættunni, ef lömbin þeirra dyttu ofan í lækinn. Þær vissu það vel, aö ef þær mistu lömbin i lækinn, voru þær ekki þess megnugar að bjarga þeim. Og mörgu lambinu var bjarg að úr læknum, sem móðirin stóð jarmandi yfir. Þetta eru kallaðar skynlausar skepnur, en sannarlega gera þær mörgum mönnum minkun, sem láta sér á sama standa um uppeldi barna sinna bæði í andlegum og líkamlegum efnum. Þ ó r ð u r E r 1 e n d s s o n (ökumaður).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.