Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Síða 2

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Síða 2
34 DÝRAVERNDARINN SundiS er oft hörö barátta milli lífs og dauða, og kuldi jökulvatnanna kreistir þá heljartökum. Fyrir kemur þaö, aö þróttlitlir hestar Díöi ósigur í þessari baráttu, en þó langt um sjaldnar en ætla mætti. Alt af er þetta ferðalag ægilegt og vandræöa meöferö er þetta á skepnunum. En þó kveöur fyrst aö þvi, þegar sundleggja þarf á vetrardegi og í miklum frost- um. Má það furöu gegna, aö skepnurnar skuli ekki krókna í því kalda baöi, og farast. En feröamaðurinn þarf að komast áfram, og því miður er enn svo mörg áin óbrúuö. Þessi illa meðferð á hestunum sýn- ist því vera óhjákvæmileg, þegar svo ber undir. En meö- ferðin er svo ill, aö enginn skyldi leika sér aö því a^ö sund- leggja ár; enginn á aö gera þaö, nema nauösyn krefji. Og þegar nauðsynin krefur, svo aö ekki veröi hjá komist, þá er þaö þó þess vert aö hugsa um, hvort ekki megi fara mann- úðlegar meö hestana en oft er gert. Hér eru góö ráö dýr, en eitt má gera, sem mikil bót er í, úr því sem um er aö gera. Þaö má ,,hafa á eftir“ — það má teyma hestana á eftir ferjunni. Hvaö vinst viö þaö? Fyrst og fremst eru hestarnir ekki eins hræddir og kvíða- fullir, þegar þeir finna aö mannshöndin styöur þá. Ef hesturinn, sem berst viö strauminn og kuldann, og maðurinn, sem heldur í tauminn, eru góöir vinir, þá er hestinum verulegt traust og huggun í því aö sjá hann hjá sér í þessu strahga striöi og finna hann styðja sig í því. í annan staö veröur stríöiö bæöi léttara og styttra viö þaö að fylgja bátnum, heldur en aö berast fyrir straumnum svo og svo langar leiöir og hafa engan stuön- ing af taumnum á sundinu. Flestir munu ,,hafa hestinn á eftir“, ef hann er einn, og jafnvel þó aö þeir væru tveir. En séu þeir nokkuö margir, hlífa menn sér of oft viö þeirri fyrirhöfn og tímatöf aö fara fleiri feröir; en þaö ættu góöir menn ekki aö gera; þeir ættu meö fúsu geöi aö verja þeim tíma og þeirri fyrirhöfn til þess aö gera hestinum strit og þjáningar bærilegri.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.