Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 37 þcirra verkahring. Ef hún gegndi skyldu sinni meS alúö — og aSra en sanna dýraverndara ætti ekki aS kjósa i þá nefnd — þá mundi hún verSa sannarleg „velferSarnefnd“. Velferð búfjárins og velferS bændanna fer saman. Verkefni hinna sænsku dýraverndunarnefnda er í aöalat- riSunum þaS, aS sjá um: aö öll fénaöarhús séu björt og heilnæm, og aö þeim sé haldiS hreinum, aö skepnurnar séu vel hirtar í alla staöi og skorti aldrei fóSur og vatn, aS aldrei sé fleiri fénaöur á búi en svo, aS aldrci þurfi aö draga fóSur viS neina skepnu, aö engri skepnu sé slátraö nema hún sé áSur gerS meövit- undarlaus, aö vel sé fariö meö allar skepnur á flutningi bæöi á sjó og landi, aö brúkunarskepnurnar fái nauösynlega hvild, og þoli þeirra sé aldrei ofboSiö. aö geldingar séu ávalt framkvæmdar af dýralækni og aö undangenginni deyfingu, aS ávalt njóti skepnur góös atlætis og vinalegrar umgengni, en aldrei misþyrmt, aö skepnurnar séu ekki látnar ganga úti í kuldum og hreggi liaust og vor, aS vatnsker til aö brynna í séu viö fjölfarna vegi, og aö líknsemd og vægö sé einnig sýnd þeim dýrum, sem ekki eru húsdýr eöa beinlínis undir manna liöndum. D'ýraverndunarnefndir mundu vinna aS því aö gera almenn- ingi þann sannleika skiljanlegan, aö góö meöferö á dýrum er eigendunum sjálfum fyrir l)estu. Mikiö væri unniö ef menn skyldu þaö. Öld eftir öld höfum viö horft á þaö, aS „heyja- bændurnir" efnast og hefjast til vegs og viröingar, en hinir, sem eru kærulausir um heyforSann, sem tefla á tvær hættur, eöa sem jafnvel hafa þaS fyrir fasta reglu aö setja alt af árs árlega fleira á en nokkrar skynsamlegar líkur eru til aS heyin endist fyrir, lifa viö sult og seyru og sífeldar áhyggjur, lítils- virtir aS vonum. Er þaö þá ekki undarlegt aö menn skuli enn ekki láta sér skiljast, aö nægilegur heyforbi er lífsspursmál fyrir bóndann, — hvorki meira né minna!

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.