Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Qupperneq 8

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Qupperneq 8
40 DÝRAVERNDARINN AS endingu vil eg hvetja alla, æöri sem lægri, til aS ganga í „Dýraverndunarfélag íslands", styöja j>aö, kaupa „Dýra- verndarann“; þaö er nú óefaö eina blaöiö hér á landi, sem stefnir aö göfugu og háleitu marki. Akureyri, 20. janúar 1916 JÓNINNA G. S. SKAGFELD. Grein þessi er úr blaöinu „íslendingur". Dýraverndarinn þakkar fyrir hlýlegu oröin til sín, en þykir þó meira um vert málefniö, sem greinin fjallar um; vill því halda henni á lofti. Þetta eru orö í tíma töluö. En hvaö verður svo? Reynslan sýnir það. En fyrirfram skal þessu spáö: Ein- hver skagfirskur bóndi les greinina með athygli og umhugsun; hann leggur blaðið frá sér og fer aö hugsa um þetta mál. Hann hrekkur við og verður alveg steinhissa á því aö hann skuli ekki hafa séö þetta fyrri. Inn í þessa opnu rétt hefur hann látið hrossin sín á hverju hausti, ár eftir ár — eins og hinir. Haust eftir haust hefur hann séð þeim líða þar illa, og hann hefur tekið þaö sárt. En sömu kostum hafa hestar allra h i n n a sætt. Það hefur sljófgað hann. Vaninn sljófgar. Öllum finst þetta verði svona að vera. En nú sér hann, aö þetta cr harðýðgi viö skepnurnar, og hann sér að það er vandalaust aö koma upp þaki yfir öll hross- in, ef aðrir finna til þessarar haröýögi eins og hann, ef margir vilja leggja saman. Hann man nú eftir Caroline Eest á Akur- eyri betur en áður. Hann fer af stað og talar við nágrannana; þeir taka sig saman um að safna liði til að koma upp skýli yfir hrossin á þessu surnri, svo að hrossin, scm eru að flytja björg í búin, þurfi ekki að standa oftar svöng og köld í opinni rétt. Hverjum einasta Skagfirðing þykir vænt um aö stinga hrossunum sínum inn í Sauöárkróksskýlið á haustin, og enginn þarf að flytja minni vetrarforða heim fyrir það, þó að hann legði saman við aðra nokkrar krónur til að láta skepn- unum líða þolanlega meðan þær eru að bíða eftir böggunum sínum í kaupstaðnum. i, -------------

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.