Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 4i KATTAFJÖLDINN í REYKJAVÍK Reykjavíkur bær er autSugur af hundum og vil eg segja alt of au'Sugur, en þó eru Reykvíkingar enn þá auSugri af kött- um. Hér eru heilir herskarar af þeim og verSur maSur aldrei eins mikiS var viS kattamergSina eins og á kvöldin þá dimt er oröiS. Þá hefjast þessar blóSugu orustur, því flestir vilja vera lausir viS aS hýsa flækingana á næturnar, þótt þeim sé lofaS aS vera i húsunum á daginn og nái þar i glepsu til aS seSja hungur sitt meS, því margir af þessum köttum eiga ekk- ert heimili, þeir eru hraktir úr einu húsinu í annaS, og víSast hvar útreknir fyrir þaS aS þeir eiga aS vera svo þjófóttir, sóSa- legir eSa grimmir; en þótt nú aS alt þetta væri satt, þá liggur sökin af þessum kattabrestum hjá mönnunum; sóSalegir verSa þeir af því aS þeir hafa aldrei átt heimili, þjófóttir af því þeir fá svo óviSa aS éta nema þaS sem þeir geta krækt sér í, og grimmir af því þeir mæta engri blíSu frá mannanna hálfu, held- ur hinu gagnstæSa. Konur sumar gera þaS af meSaumkun viS kattamömmu, aS lofa henni aS ala upp ketlinga sína, en þegar fjölskyldan fer aS vaxa, þá þarf maturinn líka aS vaxa, en þá minkar meSaumkun húsfreyjunnar, svo alt er drifiS út á klak- ann, hrakiS og hrjáS frá húsinu, og kemst svo allur hópurinn á flæking; þannig þykist cg vita aS sé ástatt fyrir mörgum kattafjölskyldum. Drengjunum sumum hérna í Reykjavík virSist líka þykja skemtun aS því aS siga grimmum hundum á kettina, eSa þá aS reyna aS etja köttunum sjálfum saman, enda eru smáu kisurnar oft illa útleiknar cftir þær stærri, rifnar og blóSugar, skakkar og beinbrotnar. ÞaS cr svíviröing, stór vanvirSa, fyrir þennan bæ, aS láta slíkt viSgangast. Nei, þaS er ekkert spaug þetta kattamál, þaS er alvörumál og þarf aS vera meiri gaumur gefinn en hefur aS undanförnu veriS. Hér í Reykjavík þyrfti aS koma líkt ákvæSi inn í lögreglu- samþykt bæjarins eins og nú gildir meS hundana, aS skylda alla kattaeigendur til aS hafa ketti sína merkta, en þeir sem ekki lilýddu slikum ókvæSum ættu aS missa rétt sinn til aS eiga kött, ef einhver vildi gera þaS miskunarverk aS lóa þess- um vesalings flækingum, ætti hann aS mega gera þaS aS ósekju. Þetta, sem hér er sagt, hygg eg aS mundi hrífa, og þaS mundi

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.