Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 10
42 DÝRAVERNDARINN veröa til þess aö draga úr hinum óhæfilega kattafjölda þessa bæjar, og þá væri vel fariö. Gæti ekki bæjarstjórn Réykjavikur kipt þessu í lag? Dýravinir mundu veröa henni þakklátir fyrir, ef hún gæti eöa vildi ráöa bót á þessu. JÓH. ÖGM. ODDSSON. RAUÐA STJARNAN Allir kannast viö „R auöa krossin n“, hið mikla líkn- arstarfsfélag, sem stofnað var í Genf 1863, og sem unnið hefur svo dyggilega síðan, og framkvæmt hin mestu stórvirki bæði í friði og stríði, ekki síst nú á seinustu og verstu tímunum. Hinn 24. des. 1914, fáum mánuðum eftir að Norðurálfustriðið hófst, var alþjóðafundur haldinn í sama salnum i Genf, sem „Rauði krossinn" var stofnaður í, og voru til fundarins sendir kosnir fulltrúar frá öllum þcim þjóðum, sem tóku þátt í styrj- öldinni. Aðal afrek fundarins var stofnun „R a u ð u s t j ö r n- u n n a r“. Hinn 22. febr. 1915 var félag með þessu nafni stofnað og í því augnamiði a ð 1 í k n a s k e p 11 u m á v í g v e 11- i n u m. Félagið er samsteypa margra annara líknarfélaga og dýraverndunarfélaga víða um lönd. En í það hafa og gengið margir einstakir menn, sem hafa vilja til og efni á að styðja hið góöa málefni. Árstillagiö fyrir hvern mann er 5 frankar, en æfimeðlimir greiða 100 franka. Nærri má geta, að þessa félagsskapar hefur veriö full þörf. Hver mundi annars hafa gefið- sér tíma til að líkna og hlynna að særðum skepnum, sundurtættum af sprengikúlum ? Hver mundi liafa stytt þeim aldur, sem börðust dauðastríðinu, og engin lífs von var? Það er hugfróun fyrir dýravini að vita að ]>arna er heil hersveit líknandi manna, sem hefur sama starfið að vinna fyrir skepnurnar eins og „Rauði krossinn“ fyrir mennina.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.