Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 10
42 DÝRAVERNDARINN verSa til þess aS draga úr hinum óhæfilega kattafjölda þessa bæjar, og þá væri vel fariS. Gæti ekki bæjarstjórn Réykjavíkur kipt þessu í lag? Dýravinir mundu veröa henni þakklátir fyrir, ef hún gæti eSa vildi ráSa bót á þessu. JÓH. ÖGM, ODDSSON. RAUÐA STJARNAN Allir kannast viS „RauiSa k r o s s i n n", hi'ð mikla líkn- arstarfsfélag, sem stofnaS var í Genf 1863, og sem unniS hefur svo dyggilega síSan, og framkvæmt hin mestu stórvirki bæSi í friöi og stríSi, ekki síst nú á seinustu og verstu tímunum. Hinn 24. des. 1914, fáum mánuSum eftir aS NorSurálfustríSiS hófst, var alþjóSafundur haldinn í sama salnum í Genf, sem „RauSi krossinn" var stofnaSur í, og voru til fundarins sendir kosnir fulltrúar frá öllum þeim þjóöum, sem tóku þátt í styrj- öldinni. ASal afrek fundarins var stofnun „R a u S u s t j ö r n- u n n a r". Hinn 22- febr. 1915 var félag meS þessu nafni stofnaS og í því augnamiSi a S 1 í k n a s k e p n u m á v í g v e 11- i n u m. FélagiS er samsteypa margra annara líknarfélaga og dýraverndunarfélaga víSa um lönd. En í þaS hafa og gengið margir einstakir menn, sem hafa vilja til og efni á aS styöja hiS góSa málefni. ÁrstillagiS fyrir hvern mann er 5 frankar, en æfimeSlimir greiSa 100 franka. Nærri má geta, aS þessa félagsskapar hefur veriS full þörf. Hver mundi annars hafa gefiS- sér tíma til aS líkna og hlynna aS særSum skepnum, sundurtættum af sprengikúlum ? Hver mundi hafa stytt þeim aldur, sem börSust dauSastríSinu, og engin lífs von var? ÞaS er hugfróun fyrir dýravini aS vita aS þarna er heil hersveit líknandi manna, sem hefur sama starfiS aS vinna fyrir skepnurnar eins og „RauSi krossinn" fyrir mennina.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.