Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 12
44 DÝRAVERNDARINN Og niöurlagiö er þetta: Þarf aö vaxa mannúö meiri mállausu við dýrin fleiri, „hver scm eyru hefur heyri“ heróp tímans! —----------- Þetta bragö af kvæöinu verður aö nægja, og höfundurinn fyrirgefur vonandi þó aö meira verði ekki fram borið. FLÓKATRYPPI Orðið „flókatryppi" er ramíslenskt. Orö fyrir þá hugmynd er líklega ekki til í neinu máli ööru en íslensku, því aö flóka- tryppi er hvergi til nema hér á landi. Svo gersamlega vanhirtar skepnur á engin þjóð nema íslendingar. Það er mikill misskilningur aö ætla aö þaö sé nóg, ef ein- hverjum heyrudda er kastað í hrossa ungviðið. Óholl og ill næring er tryppunum oft gefin; þaö er víst, úrgangur, sem aðrar skepnur vilja ekki éta, rekjur og moö. En svo bætist hiíðingarleysið ofan á. Iivorttveggja saman hefur áhrif á hár- farið og heilsuna. Margt er það sem hjálpar til, að íslensku hestarnir, sem eru fágætar skepnur og ágætar, úrkynjist. Léleg foreldri, af því að þess er ekki gætt aö velja þau góð og gallalaus, ill húsakynni — ef þau eru þá nokkur — ilt og óholt fóður og af skornum skamti, og loks framúrskarandi skeyt- ingarleysi um þrifnað og aöra hirðingu. Mér kom í liug orðið flókatryppi. En það minnir á margt í islenskum búskap. Hrossaeignin gæti veriö frið eign sveita- bóndans, en hún er það ekki sumstaðar. Flókatryppin eru eitt sýnishornið. Hrossaeignin er stórvægilegt atriði í búskap manna í sumum sýslum. Hrossin éta búið út á húsganginn þegar þau geta ekki bjargað sér sjálf. Hún er sumstaðar til lítils sóma; en sumstaðar líka prýði búskaparins. En jafnvel þar sem best er farið með hross — ung og gömul til sveita, skortir of mikið á hreinlæti og hirðing. Erlendis eru ung og gömul hross kembd daglega, og þvegin af þeim óhreinindin.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.