Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Side 13

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Side 13
DÝRAVERNDARINN 45 Hrossaeignin ekki meiri en þaö, aö því má viö koma. Hér eru flórlærin jafnvel skoöuö sem prýöi á reiöhestum. Þau sýna þaö, að hesturinn hefur veriö hafður á gjöf! Muniö þaö, góöir menn, aö hvorki tryppum né fullorðnum hrossum getur liðið vel, nema vel sé hirt; og til góðrar hirö- ingar heyrir þaö, aö kemlia vel og og passa aö ekki komi óþrif í háriö. ÚTBREIÐSLAN Fjöldi manna á þessu landi álítur dýraverndunarmáliö svo mikils vert að þeir vilja sem mest fyrir þaö gera, og telja það jafnvel skyldu sína aö kaupa málgagn félagsins, ef þeir geta ekki styrkt félagsskapinn á annan liátt, en þrátt fyrir þetta, eru þó ekki svo fáir, sem heyra má þaö jafnvel á, aö þeir vilja gera gys aö þeim, sem berjast fyrir því máli; það viröist svo, aö nokkrir þykist upp úr því vaxnir eöa þyki þaö litilfjörlegt fyrir sig að vera i þessum félagsskap, og i þeim hóp manna má finna menn, sem hafa verið kallaðir dýravinir. Það kann að vera, aö þeim þyki gallar á félgi okkar, aö þaö starfi ekki eins og þaö eigi aö starfa. Má vera að sumir af þessum mönnum hafi talsvert til sins máls, en þó þetta kunni svo aö vera, þá er það samt sem áður engin afsökun fyrir þá; þeir eiga þá aö gerast meölimir félags okkar og leggja fram krafta sína til aö koma betra skipulagi á starfsemina; það er þeim nær og er sómasamlegra fyrir þá, heldur en aö vinna aö þvi að gera málefni þetta hlægilegt í augum fjöldans. Viö þessu eöa þvíumlíku getur maður búist af mönnum, sem hafa þá skoðun, að dýrin séu lögð fyrir fætur okkar mannanna til þess að eins aö hafa gott af þeim, en að þau séu tilfinningar- snauöar skepnur og þvi sé alt mannúðartal í sambandi viö þau ekki annað en óvitahjal. En engar háðglósur skepnuníöinganna látum viö dýraverndarar neitt á okkur bíta; ljáum ekki slíku eyrun, heldur göngum beint og óhikaö áfram þar til viö höfum fengið einhverju framgengt af kröfum okkar. En viö veröum enn þá of fáir, viö þurfum að ná sem mestum meðlimafjölda. Meðlimafjöldi félagsins þarf fyrst og fremst að vera til þess

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.