Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 15.05.1916, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN 47 drengjanna þannig, aS hún er stórvítaverð, og mildi meSan ekki hlýst slys af fyrir börn eöa gamalmenni, sem eru á göt- unni, þegar strákarnir koma á fljúgandi ferS án tillits til þess, hvort bjart er af degi eSa dimt af nótt. Og er þaS samkvæmt heilbrigSissamþykt bæjarins aS hundar sitji á brauSvögnum? JÓH. ÖGM. ODDSSON. S var: Gera má ráö fyrir, aS lögregluþjónar gæti þess aS brauöa- vögnum sé ekki ekiS harSar um göturnar en lögreglusam- þyktin leyfir. Vill „Dýraverndarinn" benda þeim á aS hafa gætur á þessum vögnum sérstaklega; frekara getur hann ekki gert út af fyrirspurninni. HvaS sem leyfilegt er eSa ekki leyfilegt í því aS aka hund- um út um bæinn meS brauöunum, þá er þaS ósiöur, sem öku- menn leggja væntanlega niSur, þegar þeim er bent á þaS. VÍRSVIPURNAR. Vírsvipurnar þutu upp um daginn. ÞaS var heill herskari af keyrslumönnum kominn meö þær á kreik.'Sumar voru svo gildar aS þeir höfSu þær samtímis fyrir göngustafi — og keyri á klárinn sinn. DýraverndunarfélagiS sá þann kostinn vænstan, aS snúa sér til lögreglunnar, ef hún kynni aS geta ráSiS bót á þessu, og eftir því sem mér er tjáS, þá hefur henni tekist aS girSa fyrir — í þaS minsta um tíma — aS þetta ósæmilega keyrsluáhald væri notaS, og er þaS vel fariS; þaö er vonandi aS slíkir draugar sjáist ekki afturgengnir enn á ný. Keyrslu- menn eiga ekki aS brúka aSrar svipur en hinar reglulegu keyrslusvipur; þær einar, sem eru samboSnar þeirra stöSu. JÖH. ÖGM. ODDSSON. ILL TÍÐINDI heyrast um þessar mundir úr norSur-sýslunum um slæma tíS og — heyleysi. En fregnir svo misjafnar og ólíkar aS ekki er aS henda reiSur á. AS svo stöddu skal ekki dæmt og engu spáS um afkomuna. En eflaust HSur margri skepnu illa á þessu vori á íslandi, eins og stundum fyrri. Nú ættu allir, sem í heyþröng hafa komist, aS stíga á stokk og strengja þess heit, aS verSa aldrei aftur fóSurlausir handa fénaSi sínum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.