Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN 63 einasta veröi fjölbreytilegt, heldur aö eitthvaö megi læra af því. Eg veit líka, aö hiö heiðraöa „Dýraverndunarfélag ís- lands“ er svo lánsamt aö einn af stofnendum þess er dýra- læknir, og þaö er maðurinn, sem getur verulega unnið félag- inu, manna fyrst og best, verulegt gagn, með þvi að rita í það stööugt, þó ekki væru nema smápistlar um helstu hús- dýrasjúkdóma og ráð viö þeim. Því það er vissulega ekki ein- hlítt til að bæta kjör skepnanna, að skýra frá meinsemdunum og af hverju þær eru komnar, heldur þarf líka að jafnframt sé getið um hvað sé heppilegt meðal viö hinu og þessu. Því vissulega eru mjög margir, sem verða fyrir þeim óhöppum aö skepnur veikjast, meiðast eða á einn og annan hátt slasast, stundum í brúkun og stundum ekki, sem alls ekki er af þræl- mensku eða þess háttar, og þá er mikils virði að geta verið ákveðinn í, hver ráð þá eru best. Því eins og þaö er víst, aö oft má hjálpa skepnum, sem sýnast langt leiddar, eins er oft flýtt fyrir dauða annara skepna með því að viðhafa þær lækn- ingatilraunir, sem ekki eiga við, eins og að setja heitt ofan i innkulsa skepnu og fleira þess háttar. Eins og allir vita, sem til þekkja, er eg enginn læknir, því er ver (því d ý r a- læknir vildi eg vera), og get þvi ekki nema óskað eftir að fá ráðleggingar frá þeim, sem eg veit aö hafa vit og þekk- ingu, og eg ber líka fylsta traust til herra dýralæknis Magn- úsar Einarssonar, að hann veröi við framannefndri ósk. Og vegna „þarfasta þjónsins“ vil eg biðja um ráð við „hrossa- sótt“, ormum i eldri og yngri skepnum, lungnabólgu, klumsi, sárum, sem koma af slysurn, o. fl.; upphlaupi undan reið- verum, lús o. fl., í kúm eða nautgripum, uppþembu, lystar- leysi, júfurbólgu o. s. frv. Enn fremur hvort ekki eru til meðul til aö gera kýr örgengari. Eða við sjúkdómum i sauð- fé: lungnabólgu, skitu, fótbroti, innkulsi i skepnum sem fara í vatn eða fen. Ekki má heldur gleyma hundinum, ])ó hann sé að líkindum ekki meðtækilegur fyrir marga sjúkdóma, þá hafa vist margir heyrt „hundapestina“ nefnda, og hefur hún lika gert mikiö tjón. Án hundsins er fjármaðurinn oft ráðalaus og fénaðurinn þar af leiðandi í veöi. Því er mikils virði aö geta bjargað vænum hundi. Eg vil lika geta um, að refa- eitur er eitt af því sem hefur grandað mörgum hundi og mjög ilt er að varast. Gott að fá meðul þar. Eg enda svo þessar línur meö þakklæti til hins heiðraða

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.