Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 67 hátt í samanburði viS þaS sem áSur var. Aö þessu sinni skal minst á kynbót þeirra. AlstaSar þar sem íslenskir hestar hafa veriS reyndir er- lendis, heyrist ekki annaS en hrós um þá. Þeir eru alment lofaðir fyrir þrótt og þol, nægjusemi og fótfimi. Alla þessa kosti þekkjum við sjálfir Frónbúarnir. En eru hestarnir okkar þá ekki eins góSir og þeir geta veriö? Eru nokkrar kynbætur á þ e i m hugsanlegar ? Erlendis er gerSur mikill greinarmunur á vinnuhestum og reiShestum; þaS eru eins og tvö ólík hestakyn, sem hafa skap- ast á löngum tíma, og eru orðin hvort öSru svo ólik sem mest má verSa. Hvílíkur munur á öllum líkamsskapnaði lura- lega vagnshestsins og spengilega reiShestsins, aS eg ekki nefni veðhlaupahestana hábeinóttu, holdlausu — og þó vöðvastæltu — grannvöxnu og hálslöngu. Þetta þurfum við að gera: við þurfum aS fara aS hugsa um val á folum og hryssum kynjuðum frá bestu reiðhrossum í báðar ættir. Án skynsamlegs vals verður aldrei nema einn og einn afbragðs reiðhestnr, og reiðmennirnir segja, að afbragös reiðhestunum fari fækkandi. Svo getur því farið að þeir verði innan skamms ekki til. Blóð þeirra verður meira og meira blandað og reiðhrossa kostirnir liggja fjær og fjær í kyninu, svo að þeirra gætir minna og minna. Þessa kynbót verðum vér að fara að hugsa um, ekki einungis fyrir þá sök, aS íslenld- ingar munu ávalt kunna því illa, aS hafa ekki eitthvað gott aS koma á bak, heldur af því að verulega góSir reiShestar selj- ast afar háu verSi í öSrum löndum. Þegar ísl. áburðarhestar voru borgaöir erlendis með 100—150 kr. var hægt að selja reiðhesta fyrir 3—400 kr. Nú eru ótamdir folar borgaðir hér til útflutnings með 200 kr. og þar yfir, og mundu reiðhestar þá að líkindum seljast að sama skapi betur, ef til vill fyrir 6—800 kr., þó að ekki væru þeir neitt afbragð eftir íslenskum mæli- kvarða. MeS skynsamlegu vali á folum og hryssum til reiShestakyn- bóta batnar reiShestakyniS smátt og smátt, og meS tímanum verða allir hestar af því kyni góSir, og margir afbragð. Hryssur og fola þarf aS velja eftir fegurS, stærS og reiS- skjótakostum. En áburSarhestar og vagnhestar! Þar þarf eigi síSur að hugsa um kynbætur. En hverju skyldi þar helst breyta? Fyrst og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.