Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Side 3

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Side 3
DÝRAVERNDARINN 6 7 hátt í samanburöi viö þaö sem áöur var. Aö þessu sinni skal minst á kynbót þeirra. Alstaðar þar sem íslenskir hestar hafa verið reyndir er- lendis, heyrist ekki annað en hrós um þá. Þeir eru alment lofaöir fyrir þrótt og þol, nægjusemi og fótfimi. Alla þessa kosti þekkjum viö sjálfir Frónbúarnir. En eru hestarnir okkar þá ekki eins góðir og þeir geta verið ? Eru nokkrar kynbætur á þ e i m hugsanlegar ? Erlendis er gerður mikill greinarmunur á vinnuhestum og reiðhestum ; það eru eins og tvö ólík hestakyn, sem hafa skap- ast á löngum tíma, og eru orðin hvort öðru svo ólík sem mest má verða. Hvílikur munur á öllum líkamsskapnaöi lura- lega vagnshestsins og spengilega reiðhestsins, aö eg ekki nefni veðhlaupahestana hábeinóttu, holdlausu — og þó vöðvastæltu — grannvöxnu og hálslöngu. Þetta þurfum við að gera : við þurfum að fara að hugsa um val á folum og hryssum kynjuðum frá bestu reiðhrossum í báðar ættir. Án skynsamlegs vals verður aldrei nema einn og einn afbragðs reiðhestur, og reiðmennirnir segja, að afbragðs reiðhestunum fari fækkandi. Svo getur því fariö að þeir verði innan skannns ekki til. Blóð þeirra verður meira og meira blandað og reiðhrossa kostirnir liggja fjær og fjær í kyninu, svo að þeirra gætir minna og minna. Þessa kynbót verðum vér að fara að hugsa um, ekki einungis fyrir þá sök, að íslend- ingar munu ávalt kunna því illa, að hafa ekki eitthvað gott að koma á bak, heldur af því að verulega góðir reiðhestar selj- ast afar háu veröi í öörum löndum. Þegar ísl. áburðarhestar voru borgaöir erlendis með ioo—150 kr. var hægt að selja reiöhesta fyrir 3—400 kr. Nú eru ótamdir folar borgaðir hér til útflutnings með 200 kr. og þar yfir, og mundu reiðhestar þá að líkindum seljast að sama skapi betur, ef til vill fyrir 6—800 kr., þó að ekki væru þeir neitt afbragð eftir íslenskum mæli- kvarða. Með skynsamlegu vali á folum og hryssum til reiðhestakyn- bóta batnar reiðhestakynið smátt og smátt, og með tímanum verða allir hestar af því kyni góðir, og margir afbragð. Hryssur og fola þarf að velja eftir fegurð, stærð og reið- skjótakostum. En áburðarhestar og vagnhestar! Þar þarf eigi síður að hugsa um kynbætur. En liverju skyldi þar helst breyta? Fyrst og

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.