Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 4
68 DÝRAVERNDARINN f remst stærðinni: hækka hrossakyniö. ÞaS er hi'S eina, sem útlendingar setja út á íslenska hesta, aS þeir séu of Iitlir, of lágir. Bændur í Danmörku og Noregi gera sig ánægða meS 9 kvartila hæS (54 þml.). Hestar meS þeirri hæS eru meö stærstu hestum hér á landi, þó að einstaka séu hærri, alt aS 56 þml. En skyldi þá ekki vera hægSarleikur aS gera hesta- kynið íslenska yfirleitt svo hátt? Enginn efi er á því. En hvað er unniS viS þaS? ÞaS, að hver hestur á landinu væri þá svo sem 100 kr. meira virSi til útflutnings. ÞaS munar um minna! Þegar hugsaS er um uppeldi íslenskra hrossa, einkum í hrossauSugustu sveitunum, og hirSuleysiS um þaS, hvaSa kosti eða ókosti þau hross hafa, sem undan er aliS, þá gegnir hrein- xistu furSu, aS hrossakyniS íslenska skuli ekki löngu vera oröiS algerlega úrkynjaS. Þegar HtiS er yfir markaSshrossa hópana, þá er ekki vandi aS sjá, aS hér er ekki alt meS feldu. HvaS hross úr sömu sveitum og á sama aldri geta veriS misjöfn, bæSi aS stærS og öllu útliti; glámskjótt og nær því afeyrð tryppi og afstyrmi er veriS að reka á markaS til útflutnings. Þetta er ljót markaðsvara og alt ööruvísi en hún ætti að ver.i og mætti vera. Þeir, sem eru vandir í valinu, hafa líka annaS að sýna, enn sem komið er, því aö enn er úr nokkru að velja. Eitt ráSiS til aS kenna gott uppeldi og gott val væri þaS, a'S hrossakaupmenn neituöu algerlega aS kaupa annaS en lagleg tryppi og gerSu mjög mikinn verSmun á lélegum og vænum. En hvenær verSur þaS? Já, þaS verSur líklega aldrei. Þá er víst ekki á annaö aS treysta en þaS, aS svo mikil búhyggindi finnist í íslenskum bændum, aö þeir fari að vanda hrossaupp- eldiS betur en hingað til og stofna til kynbóta í hverri sveit. HrossakyniS er aS úrkynjast. ÞaS vita athug- tilir hrossakaupmenn best. Salan til útlanda flýtir fyrir úr- kynjuninni, því að lélegu hrossin verða fremur eftir, og þegar þ a u eru orðin uppeldisstofninn í staðinn fyrir ú r v a 1 s- h r o s s i n, sem ættu aS vera þaS, má nærri geta, hvernig fer, og þaS á stuttum tíma. Þessa eySileggingu á ágætum og arSsömum markaði þarf aS stöSva. Og þaS verSur ekki gert meiS neinu öSru en kynbótum, nákvæmu vali undaneldishrossa, þar sem þess er vandlega gætt aS kostirnir, sem á aS uppala, og þá sérstaklega stærííin aS því er til vinnuhrossanna kemur sé í b á S u m ættum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.