Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Síða 4

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Síða 4
68 DÝRAVERNDARINN fremst stæröinni: hækka hrossakyniö. Þaö er hiö eina, sem ritlendingar setja út á íslenska hesta, aö þeir séu of litlir, of lágir. Bændur i Danmörku og Noregi gera sig ánægöa meö 9 kvartila hæö (54 þml.). Hestar meö þeirri hæö eru meö stærstu hestum hér á landi, þó aö einstaka séu hærri, alt aö 56 þml. En skyldi þá ekki vera hægöarleikur að gera hesta- kynið íslenska yfirleitt svo hátt? Enginn efi er á því. En hvað er unnið viö þaö? Þaö, aö hver hestur á landinu væri þá svo sem 100 kr. meira virði til útflutnings. Það munar um minna! Þegar hugsaö er um uppeldi íslenskra hrossa, einkum í hrossauðugustu sveitunum, og hiröuleysiö um þaö, hvaöa kosti eöa ókosti þau hross hafa, sem undan er alið, þá gegnir hrein- nstu furðu, aö hrossakyniö íslenska skuli ekki löngu vera orðið algerlega úrkynjað. Þegar litiö er yfir markaðshrossa hópana, þá er ekki vandi aö sjá, að hér er ekki alt meö feldu. Hvað hross úr sömu sveitum og á sama aldri geta verið misjöfn, bæöi að stærö og öllu útliti; glámskjótt og nær því afeyrö tryppi og afstyrmi er veriö aö reka á markað til útflutnings. Þetta er ljót markaðsvara og alt öðruvísi en hún ætti aö vera og mætti vera. Þeir, sem eru vandir í valinu, hafa líka annaö að sýna, enn sem komið er, því aö enn er úr nokkru aö velja. Eitt ráöiö til aö kenna gott uppeldi og gott val væri þaö, að hrossakaupmenn neituðu algerlega aö kaupa annaö en lagleg tryppi og geröu mjög mikinn verömun á lélegum og vænum. En hvenær verður þaö? Já, þaö verður líklega aldrei. Þá er víst ekki á annað aö treysta en þaö, aö svo mikil búhyggindi finnist í íslenskum bændum, aö þeir fari aö vanda hrossaupp- eldiö betur en hingað til og stofna til kynbóta i hverri sveit. Hrossakynið er aö úrkynjast. Það vita athug- ulir hrossakaupmenn best. Salan til útlanda flýtir fyrir úr- kynjuninni, því að lélegu hrossin veröa fremur eftir, og þegar þ a u eru orðin uppeldisstofninn í staöinn fyrir ú r v a 1 s- li r o s s i n, sem ættu aö vera þaö, má nærri geta, hvernig fer, og þaö á stuttum tíma. Þessa eyðileggingu á ágætum og arðsömum markaöi þarf aö stööva. Og þaö verður ekki gert með neinu ööru en kynbótum, nákvæmu vali undaneldishrossa, þar sem þess er vandlega gætt aö kostirnir, sem á að uppala, og þá sérstaklega stæröin aö því er til vinnuhrossanna lcemur sé í 1í á ð u m ættum.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.