Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 8
72 DÝRAVERNDARINN eöa skemri tima viö nám og taka síöan próf í því aö „járna“. Smiöum þessum er kent alt það, sem þeir þurfa aö vita um hesthófinn; þeir læra aö smíöa skeifur undir vanskapaða hest- hófa og hvernig járna skuli til aö laga hófinn. Tilsögnin er ókeypis, en lærlingarnir greiða 20 kr. fyrir efni. Lengi og vel eru lærlingarnir látnir æfa sig á aö járna hófa af dauöurn hrossum áöur en þeir fá leyfi til aö járna lifandi hest. Til þess fá þeir ekki leyfi fyrri en þeira hafa járnaö svo hóf af dauðum hesti aö ekkert er út á að setja. Allir Landl^únaöar-háskóla nemendurnir fá tilsögn, bóklega, í því er að járningu lýtur, en ekki munu þeir vera látnir læra aö járna; aftur á móti er þeim kent aö „draga undan“, því að það þurfa þeir oft að gera, þegar komið er með sjúka hesta til þeirra. Mörg eru dæmin þess, að hestar hér á landi hafa dregist um sem sjúklingar vikum og mánuðum saman af illri járningu, „legið of nærri“, eöa blátt áfram verið „rekiö í blóð“, eða „blóðjárnað“. Ekki dæmalaust að járningin hafi skapað hest- inum aldurtila. Auk þess er oft svo illa gengið frá járning- unni á annan hátt með of litlum eða of stórum skeifum, of mikið „tálgað undan“, eða hófurinn hreint og beint aflagaður með járningunni, svo aö hestinum er æfilangt bagi aö. Hér á landi járna flestir bændur hesta sína sjálfir, og er góöra gjalda vert að þeir geta það, þurfa ekki að sækja þau handtök til annara. Enda ekki í annað hús að venda til að láta gera það svo aö vel fari, því að margur járnsmiðurinn kann ekki að járna hest, þó aö hann kunni vel til handverks síns. Eitt er einkennilegt. Hér á landi er mikiö um fótaveiki í hrossum; í Reykjavíkur hestum víst fult eins mikiö eða meira en til sveita, og er v e g u n u m oft um kent; upphleyptu veg- irnir séu svo harðir að þeir fari með fæturna á hestunum. Aftur á móti eru íslenskir hestar í brúkun ár eftir ár í bæjum erlendis, og stíga aldei af steini, en eru þó hraustir og hlífa ekki fótunum. Gæti verið grunsamt að járningin ætti einhvern þátt í fótaveiki kaupstaðarhestanna. Erlendis er hófurinn hafður þykkari en hér; ekki tálgað eins mikið undan þegar járnað er. Þegar ekki er nema örþunt hóflag milli skeifunnar og kvikunnar, er ekki ólíklegt að liest- urinn finni til skeifunnar, einkum ef hann stígur á hart eða gengur á grjóti. Þ a ð getur víst orsakaö fótaveiki.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.