Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 10
74 DÝRAVERNDARINN BEISLIN PÍSLARFÆRI Schröder sálugi hélt ekki mikið upp á keðjuna á ís- lensku reiðbeislunum; þótti hún óþörf og hestinum ónota- áhald. Víst er um það, að keðjuna má brúka svo, að hún verði skepnunni hreinasta píslarfæri. Ef illa er á haldið, særist hest- urinn undan henni og blóðið lagar undan henni og úr munn- vikjum hans. Málmkeðjur skyldi því ávalt brúka með mestu gát og varast að hafa þær of hart spentar. Sé allrar varúðar gætt, þurfa þær ekki að meiða né verða hestinum til neinnar pyndingar. Einhver ráð Jsykjast menn J^urfa að hafa til að buga þverúð óstýrilátra hesta, ekki síst í tamningunni. Jú, einhver ráð verður að hafa. En veruleg píslarfæri þurfa ekki aðrir að brúka en klaufarnir. Góðu reiðmennirnir þurfa ekki að gripa til þeirra. Þeir temja oft við venjulegt bandbeisli, sem engan hest meiðir, og hestarnir verða hlýðnir og eftirlátir. Sú var tíðin að ekki þótti nokkur vegur að gera börn hlýðin og eftirlát nema sá að berja þau, sbr. orðtakið: „enginn verður óbarinn biskup“. Mannúðin vex, og þekkingin á eðlisfari barn- anna eykst; barsmíðunum léttir, því að önnur ráð finnast mann- úðlegri, en eins góð, til að kenna börnum hlýðni og auðsveipni. Orð og augnatillit gera meira gagn en vöndurinn. Líkt er um tamning hestanna, og reyndar meðferð þeirra eftir tamninguna. Svipan og keðjan verða oft píslarfæri i höndum geðillra og hugsunarlausra manna; reiðhestarnir gætu sagt ljótar sögur af því, ef þeir mættu máli mæla. En gætnir og góðir reiðmenn beita ])essum áhöldum ekki mikið. Þeir kunna önnur betri ráð og mannúðlegri. Þegar ])eir ternja, reyna þeir að kynna sér sem best skaplyndi folans, og beita aldrei hörku að óþörfu. Sömu reglur ættu þeir að temja sér, sem mjög þurfa að um- gangast skepnur. Gott viðmót og vingjarnleg umgengni hefur oft meiri og betri áhrif en svipan. Margir hestar liafa aldrei lært að teymast vel. Þeir láta draga sig áfram likt og sleða, og þeir rykkja svo að alt ætlar sundur að ganga. Þetta er skoðað sem þverúð og þrjóska, og er það víst stundum. En hefur nokkuð verið gert til að venja

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.