Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 75 þessar skepnur á aS teymast vel, kenna þeim aS láta aS taum- bandinu? Oft víst alls ekkert. TaumbeisliS var áSur fyr meir eitt píslarfærið. Nú þekkjast þau taumbeisli trauSla lengur. Innan á höfuSleSriS (ofan á höfSinu) var saumuS hornspöng og í hornspönginni var járngaddur, sem stakst því fastar inn í höíuSiS (hnakkann) á hestinum, sem fastar var tekiS í taum- inn; taumurinn festur á báSa beislishringina, og togaSi jafnt í báSa. Þetta var sniöuglega upphugsað píslarfæri. Nú þolist þ a S ekki lengur. En einhver ráS verSa þó til aS teyma hesta eftir sem áður. Eitt er enn vert aS athuga um beislin. HöfuSleSrin mega hvorki vera of löng né of stutt. Hestar eru mis-hausstórir. ViS sama hest skyldi ávalt hafa sama beisli, nema lengja megi og stytta höfuSleSriS eftir þörfum. En oft kemur þaS fyrir, aS of stutt höfuSleSur er pínt á hest, svo aS viS sjálft liggur aS rifni upp í munnvikin. ESa aS höfuSleSriS er svo langt aS mélin Hggja fram viS framtennur, svo aS hesturinn getur ekki lokaS munninum. ViSast mun þaS vera siSur, aS hver áburSar- hestur hefur ávalt sama reiSing, og best fer á því aS hann hafi líka ávalt sama beisli, sem er mátulegt á hann. VERUM SAMDOMA OG SAMTAKA Hvers vegna vilja ekki allir menn taka höndum saman um þaS aS öllum skepnum líSi sem best og þær séu allar sóma- samlega útlítandi. Mjög er þaS kynlegt aS menn skuli ekki geta veriS samdóma um jafn sjálfsagöa kröfu. Og undarlegt má þaS heita aS Jóni skuli ekki þykja skömm aS þvi aS brúka haltan hest eSa horaSan, þegar Pétur sést aldrei nema meS spikfeitan hest í brúki. Geta ekki allir menn séS það, aS þaS er ljótt aS berja hest- inn mjög þrælslega, þegar hann dregur þungt æki? Geta menn ekki reiknaS þaS út, að þaS er skaSi aS fóSra svo illa, aS sauSfénaSurinn týni allri ullinni á vorin, lömbin drepast frá ánum, og ekki fáar af þeim sjálfum velta um koll af hor?

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.