Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Page 11

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Page 11
DÝRAVERNDARINN 75 ])essar skepnur á aS teymast vel, kenna þeim aS láta aS taum- bandinu? Oft víst alls ekkert. TaumbeisliS var áöur fyr meir •eitt píslarfæriö. Nú þekkjast þau taumbeisli trauöla lengur. Innan á höfuöleöriö (ofan á höföinu) var saumuö hornspöng og í hornspönginni var járngaddur, sem stakst því fastar inn í höfuðið (hnakkann) á hestinum, sem fastar var tekiö í taum- inn; taumurinn festur á báSa beislishringina, og togaöi jafnt í báöa. Þetta var sniðuglega upphugsað píslarfæri. Nú þolist þ a ð ekki lengur. En einhver ráð veröa þó til aö teyma hesta eftir sem áöur. Eitt er enn vert aö athuga um beislin. Höfuöleörin mega bvorki vera of löng né of stutt. Hestar eru mis-hausstórir. Við sama hest skyldi ávalt hafa sama beisli, nema lengja megi og stytta höfuðleðrið eftir þörfum. En oft kernur þaö fyrir, aö of stutt höfuðleöur er pint á hest, svo aS viö sjálft liggur aö rifni upp í munnvikin. Eöa aö höfuöleSrið er svo langt aö mélin liggja fram viö framtennur, svo að hesturinn getur ekki lokaö munninum. Viöast mun þaö vera siöur, aö hver áburðar- hestur liefur ávalt sama reiðing, og best fer á því aS hann hafi líka ávalt sama beisli, sem er mátulegt á hann. VERUM SAMDÓMA OG SAMTAKA Hvers vegna vilja ekki allir menn taka höndum saman um það aö öllum skepnum líöi sem best og þær séu allar sóma- samlega útlítandi. Mjög er þaö kynlegt aö menn skuli ekki geta verið samdóma um jafn sjálfsagöa kröfu. Og undarlegt má þaö heita aö Jóni skuli ekki þykja skömm aö því aö brúka haltan hest eöa horaöan, þegar Pétur sést aldrei nema meö spikfeitan hest í brúki. Geta ekki allir menn séö þaö, aö þaö er ljótt aö berja hest- inn mjög þrælslega, þegar hann dregur þungt æki? Geta menn ekki reiknaö þaö út, að þaö er skaöi aö fóðra svo illa, aö sauðfénaðurinn týni allri ullinni á vorin, lömbin drepast frá ánum, og ekki fáar af þeim sjálfum velta um koll af hor?

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.