Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 15
DÝRAVERNDARINN 79 DÝRAVERNDARINN hefur fengiö svo góöar viötökur þegar á fyrsta ári, að upp- lag blaösins var þrotið í árslokin, og svo margar pantanir komnar umfram, aö á yfirstandandi ári var upplagið stækkaö um helming og endurprentuð 2 blöö af fyrra ári. Nú er svo komið, aö einnig þessa árs upplag er þrotið, og liggja auk þess þegar fyrir allmiklar pantanir, sem ekki veröur unt aö sinna aö svo stöddu, nema meö því móti að endurprenta alt sem komiö er út af þessum árgangi. En pappír og prentun er nú svo úr öllu hófi dýrt, aö ekki þykir leggjandi út í aö endurprenta margar arkir aö svo stöddu, allra síst með því afar lága veröi, sem er á blaðinu, sem ekki er helmingur verðs af því sem ætti að vera meö því geypi-verði, sem nú er á pappír og prentun. Enda er sama verö á blaðiun nú og fyrra ár, þegar það var þriðjungi minna. „Dýraverndunarfélag íslands“, sem er útgefandi, gerir þaö ekki i gróöa skyni aö gefa blaðið út, heldur vill það halda því úti einungis málefnisins vegna. Meö góöri skilvísi kaup- enda mun blaðið og geta boriö sig, þrátt fyrir lágt söluverö og þrátt fyrir afar verð á útgáfu þess. En endurprentun á því sem út er komið verður fjárhagsins vegna ekki ráöist í að svo stöddu. Þó skal þess getið, að komi talsverðar pantanir enn á þessu ári, mun blaðið verða endurprentað, svo að allar pantanir geti orðið afgreiddar um næstu áramót. Þeir, sem því nú hafa pantað blaðið, annaðhvort þennan árgang, eða frá upphafi, eru beðnir að hafa biðlund til ára- mótanna fyrst um sinn, og þeir, sem þegar hafa sent afgreiðsl- unni borgun fyrir yfirstandandi árgang, en ekki hefur orðið auðið að senda nema þetta blað (5. blað), fá þá næsta árgang (3.) fyrir peningana, ef fyrri blöð verða ekki endur- prentuð, en það sem eftir er af þessum árgangi fá þeir þá ókeypis. Þ e i r útsölumenn, sem blaðið hefur verið sent hingað til (1. og 2. árg.) og ekki hafa selt það alt, sem þeim hefur verið sent, eru beðnir að e n d u r s e n d a afgreiöslunni óseld b 1 öð tafarlaust. Einstök blöð (nr. 1, 2, 3 og 4) af yfirstandandi ár- gangi eru keypt h á u v e r ð i í afgreiðslunni.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.