Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 15.11.1916, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 89 best aö geta dæmt um þaö, hvort húsakynnin eru boöleg eöa ekki, og hann ætti að hafa vald til aö banna þau húsakynni, sem dýrunum stafar af heilsutjón. Aö öllu þvi athuguöu, sem hér er nefnt, og mörgu fleiru, viröist þaö heillaráö aö stækka verksvi'8 dýra- læknanna; láta þaö ekki vera nóg aö þeir sitji á bújörS sinni, eöa í einhverjum kaupstaöanna, og séu skyldugir til aö fara þegar þeirra er vitjaö til sjúkra dýra, heldur beri skylda til að feröast um til eftirlits meö heilsu og aöljúnaöi búfjárins. Er þess aö vænta aö rnargt gott kunni af því aö hlotnast, bættur hagur skepnanna og — bættur hagur bænda. HÁLKA OG FLATJÁRN Margur maður fer sér aö voða, og hestinum sínum, með því að ríöa flatjárnuðu í hálku. Hver sem reynt hefur aö ganga í hálku, hefur reynslu fyrir því hversu erfitt þaö er og þreyt- andi. Það má nærri geta aö hestunum muni ekki falla vel aö ganga eða hlaupa hálar götur, þó að lausir væru. En marg- falt erfiöara er það aö sjálfsögðu meö byröi á bakinu, eða fyrir vagni. Hvergi er hálkan verri en á borgarstrætum, þegar jörö er ísuö. En um borgarstræti er farið með vagnhesta alt árið ; hjá því verður ekki komist, því að aksturinn er ekki hægt að láta falla niöur, þó aö veðráttunni þóknist að búa til ísing á göt- unurn. Það er því afar áríðandi að skaflajárna í tíma, þó að veturinn sé ekki korninn fyrir alvöru meö svell í götuna. „Dýraverndarinn" vill beina athygli góðra manna aö þessu, og telur það engan óþarfa; því að eina daginn í haust, sem föl féll á jörö i Rvík, og götur urðu víða hálar, var farið með marga ökuhesta um þær og þunga vagna. Hestarnir voru sumir á gljásléttum flatjárnum, og runnu i hverju spori og reyndust ákaflega. Vér vöktum athygli þeirra ökumannanna á þessu. Þeir tóku því vel og voru sammála um þaö, aö göturnar væru sumstaöar ófærar með vagnhesta, nema skaflajárnaðir væru. En þeir voru aö vona, „aö það slaknaði i með hádeginu“; vinnuveitandi mætti ekki láta aksturinn niður falla.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.