Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 5
Nýtt ár. Við áramót .staldra menn oft víð, líta yfir farinii veg- og hugsa um framtíðina. Þetta gerir „Dýra- vemdarinn" lika. Hann minnist þess með gleði, áð siðastliðið ár hefir ýmislegt verið gert fyrir aðal- áhugamál hans, dýraverndunarmálið. Maður hefir ferðast um landið og flutt fyrirlestra um dýra- verndun, útvegað nýja kaupendur o. s. frv. Fyrir- lestrar hafa haldnir verið á þessum stöðum: Á Seyðisfirði, Akureyri (tveir), Kaupangi í Eyjafirði, ísafirði og Reykjavík (i útvarp). Dýravemdarinn hefir fengið brjef frá ýmsuin kaupendum, þar sem þeir láta i ljós ánægju sína yfir „stakkaskiftum“ hans. Alls þessa minnist „Dýraverndarinn“ með ánægju. Væri æskilegt, að hið nýjbyrjaða ár yrði eins heilladrjúgt i þessum efnum. Menn þurfa að vakna ennþá betur til meðvitundar um skyldur sínar við dýrin, og hinar lægri lífsverar yfirleitt, og venjast af því að kalla samúð ineð dýmm mun- klökkva og óþarfa viðkvæmni. Augu manna þurfa að opnast fyrir fegurð þeirri og yndi, sem vissu- lega er að finna í dýraríkinu og náttúmnni, og þurfa menn að læra að lifa í samræmi við hana (náttúruna), sem í vissum skilningi er hin mikla inóðr vor allra. „Dýraverndarinn" telur það hlutverk sitt, að reyna að styðja að því, að þetta megi verða. Hann er boðberi lífsins, og vill vera einskonar millilið- ur milli dýra og manna. ’Hann kýs sér að nema mál náttúrunnar og hlusta á hjartaslög hennar og túlka það, sem hann heyrir og sér, á mál manna. Að svo mæltu þakkar hann kaupendnm sínum fyrir gamla árið og óskar þeim öllum góðs og gleði- legs nýs árs. Grétar Fells. Brúnskjóni. Sumarið 1859 var jebr hjá afa mínum, sr. Jóni Sigurðssyni í Kálfholti í Holtum. Var jeg þá barn að aldri, en þó er mjer mjög i fersku minni at- burður, er gerðist þar þetta sumar, og nú skal sagt frá. Halldór Þórðarson, gnllsmiður, bjó á hluta af jörðinni, á móti afa míntim. Með honum var Dal- hoff sonur hans. Nú var það, að Dalhoff fór til Reykjavíkur lestaferð, snemma sumars. Kom hann aftur með hest brúnskjóttan. Sagt var, að hann væri uppgjafa reiðhestur, en mjög var hann illa útleikinn og þvældnr að sjá. Auðsjeð var, að góða daga hafði hann ekki átt upp á síðkastið. Þótti og í honum lítill fengnr. — Hann var ekki notaðar neitt túnaslátt allan og fram á engjaslátt. Frá Kálfholti er heyjað í Safamýri, og er það margra klukkutíma ferð. Varð því að hafa alla hesta er til voru, til heimreiðslunnar. Var Brún- skjóna riðið eina ferð á milli, og svo slept um kvöldið, með öðrum hrossum, í haga. Nú var það næstu nótt um kl. 4, að heimafólk vaknaði við að barin vom mörg högg á bæjardyr. Þótti það undmm sæta, og ræddust menn við hvað valda mundi. Eftir drykklanga stund var aftur barið, og þá sýnu meira en hið fyrra skiftið. Klæddust karl-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.