Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.01.1928, Blaðsíða 10
6 DÝRAVERNDARINN kalla hástöfum. Ekki leiö á löng'u aö honum yröi svaraö úr fjarlægö. Var auðheyrt, að þar voru foreldrar á ferö. Auðheyrt var aö sá, setn svaraði, færðist brátt nær og nær, og að hann fór í stóran boga; vafalaust til þess að fullvissa sig um, hvort trygt væri að koma nær. Við lágum í skoru á milli klettanna, vel faldir, en sáum þó gerla hverju fram fór. Innan skamxns kotn í Ijós tóa. Hútt fór tnjög varlega og gaf stöð- ugt frá sjer hljóð, tneð jöfnu millibili. Hún smá þokaðist nær yrðlingi sínum, og fór marga hálf- hringi í kringum hann. Var auðsjeð, 'að hún skildi að ekki var alt með feldu meö barnið hennar. Loks gaf hún sig alveg aÖ yrðlingnutn og lagðist niður hjá honurn, hringaði sig utan um hann, og litla greyið íór að sjúga tnóður sína. Hún fann bandið, sem batt hann, og virtist fara að naga það sundur. Letta var rjett um sólaruppkomu. Veðriö var unaðslegt. Er þetta einhver hin dásamlegasta morg- unstund, er jeg hefi lifað. Eitt andartak varð jeg alveg frá mjer numinn af hrifningu og gleymdi alveg stund og stað. Jeg held að jeg hafi snöggvast orðið þátttakandi í fagnaðarsælu mæðginanna þarna fram undan mjer. En Adam var ekki lengi i Para- dís. Skot gall við, og bæði dýrin veltust um i dauðateygjunum; blóð ljeggja og móöumijólkin blandaðist saman og vall út á méíinn. Ennþá hjelt barnið spena móöur sinnar í munninum. Dýrð morgunsins var horfin. Mjer fanst kalt og hrá- slagalegt og umhverfið grálegt. Sigurfögnuður skyttunnar haíði engin áhrif á mig. Nú skýrðist afstaða miti til refsins. Jeg hugsaði sem svo, að við mennirnir ættum að sýna skepnunum meiri miskunn en tóan sjálf. Mig fór að syfja, og jeg man ekki hvað rneira gerðist í þessari ferð. Þegar jeg kom heim og sagði frá því, er gerst hafði, sagöi mamma i hálfum hljóðum: „Bara að manninum hefnist ekki fyrir þetta.“ Þarna fanst mjer lausnin komin, og jeg varð ánægðari með lífið. Mjer virtíst sjálfsagt, aö guð eða forsjónin tæki í taumana og legði einhverja þunga ‘refsingu á skyttuna. Var mjer það nokkur huggun. Jeg beið eftir því með óþreyju, að fá að heyra sagt frá ein- hverri ógæfunni, er hefði hent ungu grenjaskyttuna. Hún hafði líka á þessu sviði unnið sjer annað til óhelgis í minum augum. Hún hafði eitt sinn skotið álft á eggjum í hreiðri. og það sem út yfir tók, var að eggin voru farin að verða unguð. Mun Jjað líka hafa valdið Jjví, aö álftin var svona spök á eggjunum. Þær eru annars vanar að vera mjög varar um sig, og eru vísar til að læðast af hreiðr- inu löngu áður en maðurinn kemur í augsýn. Þær vita sem er, að mikið Iver á þeirn. Þessi álft hefir vafalaust gleymt að haía á sjer andvara af ástund- uninni við að unga út eggjunum. Sjálfsagt hefir hún sokkið sjer niöur í drauma um dásemdir litlú unganna, sem koma myndu úr eggjunum. Hún hefir heitið þvi að vera iðin að liggja á; en hún átti ekki því láni að fagna, að líta unga sina á Jxess- ari jörö. Hún fjell fyrir banaskoti sömtt skyttunnar og tó- an. Báðar Jjessar mæður, sem eru rnjög svo ólíkar, uröu lijer jafnar. Refurinn og svanurinn eru taldir tákna hinar mestu andstæður, sem þekkjast. Ref- urinn harðýðgi, lævísi og svik, svanurinn hrein- skilni, einlægni og fegurö. Báðir krupu Jteir hjer við sarna altarið, altari móðurástarinnar og urðu píslarvottar hennar. Báðir staddir á hátindi mikil- leika síns. Jeg beið með ójtreyju eftir hinni refsaudi hendi guðs, og efaðist ekki um að brátt ntyndi jeg verða hennar var. En þetta dróst, og jeg gat ekki fundið neitt, er bent gæti á að úrslitin nálguðust. Heldur þvert á móti. Grenjaskyttunni virtist vegna æ betur og betur, eftir Jtví sem frá leið----- ------Tíminn leið, og jeg hætti alveg að muna eftir Jxessu atviki. Þá héyrði jeg ]>aÖ eitt sinn, að grenjaskyttan heíði gift sig, en hefði svo mist konu sína af barnsförum, og barnið haföi dáið lika. Nú var jeg ekki lengur jafn bókstaflega forlaga- trúar og jeg var fyrrum; en Jjað finn jeg, að ef þétta atvik hefði átt sjer stað áður en trú mín fór að breytast, Jjá hefði jeg ekki lengi efast um aö hjer væri hegning forsjónárinnar á ferðinni, J)ótt sýnast mætti að hún kæmi nokkuð ranglátlega niður. J. Kr.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.