Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN KvæÖiS er ekki frábært aö neinu leyti, en jeg hyg'g. aö þaö lýsi Einari vel. Þaö er t. d. dálítiö óvana- legt, að sagt sje, ])egar veriö er aö tala um „Drott- ins dýröarsali: „Dómur þar mun f æ s t u m þung- ur“, og aö flest hið illa veröi „fundiö fisi smærra", en dygöirnar stækki. Mjer þykir kvæöiö merkilegt fyrir þessar sakir. VERTÍÐA RLOKiN. Þegar fjarar von og vilji, vitund slævist, málið sloknar, eftir hörkur, hrök og bylji hugsanir í bláinn foknar, leitar önd úr uröardölum, yfir hálsa' og jökulbungur, upp aö Drottins dýröarsölum. Dómur þar mun fæstum þungur. Þar mun alt í björtu bliki breiöa faöm mót vegarlúnum, sannleikurinn sora’ og hiki svifta brott úr hugartúnum, kærleiikurinn kólgur sefa, kvíöi’ og ótti til ei vera, ráöning lifsins enginn efa, umbun rjetta hver einn bera. Sú mun lykt á lifsins sennu, lagt á met er æfipundið, lætur ekki leika’ á tvennu líknsemin, og veröa fundiö fisi smærra flest þaö illa, fyrnast glöpin, dygöir stækka, dóminn þann mun Drottinn stilla — dægurhnjóöur allur smækka. Sátt mun þá og sannur friöur setja best og tryggast rnálin, — einingin aö öllu styöur — æfintýra fölskvast bálin. Þó aö einhver hafi hokinn hröklast út úr götu stundurn, vertiöar samt veröa lokin virðum sæl i föðurmundum. Aldrei þá mun setjast sólin, sífelt blátær alheims hvelfing boða öllum blíöust jólin, bægja hverri synd og skelfing, ií og urn háa himinboga heilög miskunn, náð og friður kærleikshyrinn láta loga, lengst og nrest er alla styöur. Mun i kvæði þessu korna fram lífsskoðun Ein- ars. Mjer finst hún merkileg. Og að mínum dómi er sú lífsskoðun, er leggur aðaláhersluna á hið góöa, og telur þaö sterkara og verulegra en hitt, sem kallað er ilt, — að mínum dómi er sú lífsskoðun göfugri, tígulegri, og s a n n a r i, heldur en hin, er gerir meira úr hinu illa. Sannur guöstrúarmaö- itr, sem kann aö hug'sa, getur ekki verið Itölsýnis- maður. Eigi veit jeg um trúarskoðanir Einars. Mjer þykir Hklegt, að þar sje hann mjög frjálslyndur. Annars hefir orðiö „trúmaður" verið dregið svo mjög niöur í sorpið, að best er aö hafa það sem rninst um hönd, án þess að láta skýringar fylgja. 1 mínum augum er sá maður „trúmaður“, er trúir á hið góða og göfuga, hvar og í hverjum, sem það birtist, og er fús til að viðurkenna það og veita því lotningu. Einar er því, að mínum dómi, ntikill trúmaður, meira að segja einn af meiriháttar trú- mönnum, sent jeg hefi kynst. Eins og myndin ber með sjer, er Einar friöur maður sýnum. Hann er stór rnaður og hinn vörpu- legasti á velli, og býður af sjer góðan þokka. Frarn- koman er kurteis og prúðmannleg. Mjer hefir altaf fundist hvíla yfir honum sjerkennilegur í s 1 e n s k- u r blær, engu síður en yfir riturn hans. Hann hefir við sig eitthvaö i s 1 e n s k t, g' a m a 11 o g g o 11. Hann talar fremur hratt, og af áhuga. Raddbrigði hans og svipbreytingar fela oft mikiö i sjer. Fá- talaður er hann um sjálfan sig og hagi sína. Eftir þvi sem eg hefi komist næst, mun efnahagur hans vera mjög þröngur. Hann á 5 börn meö konu sinni, en er sjálfur, heilsunnar vegna, ófær til aö vinna fyrir sjer. Hann á og heldur ekki annaö að gera en aö skrifa. Hví er honum ekki sjeð fyrir nægi- legu liísuppeldi af þinginu, svo aö hann geti gefiö sig við ritstörfum sínum, ótruflaður og ólamaður aí fjárhagsáhyggjum ? Er það satt, þetta sem Þor- steinn Erlingsson sagði urn hina íslensku þjóð, aö hún elski ekki lífið, i fullri fegurö þess og mætti. heldur — hið „dauðvona’ og dauða“? Grjetar Fells.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.