Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 4
i8 DÝRAVERNDARINN þremur smá atvikum því til sönnunar. Þau sýnast fljótt álitið smávægileg, og varla umtalsverð, en eru þó umhugsunarverð. Sumarið 1912 var jeg viÖ brúargerS á Ytri-Rangá. Yeturinn áður hafði verið dregið að grjót til stöpla- ger'ðar og því hlaðiS upp í köst á árbakkanum. Um vorið hafði steindepill verpt í grjóthrúgunni og var ckki enn búinn að unga út, er nota átti grjótið. Sýn.dist nu ekki anna'ð fyrir hendi en að eyðileggja hreiörið. Tók jeg þá það ráð, að færa hreiðrið smátt og smátt til í grjóthrúgunni eftir því sem hún var notuð, þar til ekki voru eftir nema nokkrir steinar umhverfis hreiðrið. Þetta heppnaðist ágætlega. Fugl- inn afrækti ekki eggin, en settist fljótlega á þau eft- ir hverja íærslu, og sat rólegur á þeim þó að við værum að vinna þar í grjótinu. Ánægjunni, sem við verkamennirnir höfðum af aS sjá alla þá umhyggju og nákvæmni, sem fuglinn sýndi eggjum og síðar ungum, ætla jeg ekki að lýsa. Að sjá hvernig hann bar þeim fæðuna í nefinu en dritinn burt í klónum. Það var vist, að við það, aö veita lifnaðarháttum fuglsins eftirtekt, drógst hugur okkar oft frá óþörfu og ómerkilegu umtals- og umhugsunarefni. Öðru sinni stóð líkt á um atvik; ætlaði jeg þá að leika sama leikinn, en það mistókst, áreiðanlega af því, að nákvæmni mín var ekki nóg. Enn var það, að jeg var vi'ð vegagerð. Hafði þá verpt lóuþræll, þar sem taka átti skurð. Skildi jeg þá eftir þúfu í honum miðjum meS lóuþræls-hreiðr- inu í. Og enn sem fyr höfðum við vegagerðarmenn- irnir ánægju af að sjá til fuglsins. Margfalt meiri en við mundum hafa haít af að jeta eggin hans. Loks var það síðastliSið sumar, að jeg var enn við vegagerð. Var tjald mitt um tíma á vatnsbakka ein- um. Syntu á vatnihu fuglar fram og aftur eins og gerist. Einkum var það önd með unga sem dró að sjer athygli mína. Hólmi var enginn í vatninu e'ða þúfa fyrir fuglana að hvíla sig á. GerSi jeg mjer til gamans eitt kvöldið, að stinga hnaus úr vatnbakkanum og draga hann svo langt sem jeg gat út í vatnið. En hvað haldið þið að hafi verið það fyrsta, sem jeg sá, er jeg kom út úr tjaldinu morguninn eftir? Auðvitað öndina meS ungahópinn sinn. Og þá sjón sá jeg eftir það kvölds og morgna þann tíma, sem jeg átti eftir að vera við vatnið. Ekki gæti jeg skilið innræti þess manns, sem dytti i hug að miða byssu á þann hóp, eSa sem líkt stæði á um. Og þó eru þeir mcnn til, því ver og miður. Þessara smáu atvika hefi jeg getið, ef þau kynnu að verða einhverjum ungling til eftirbreytni eða um- bugsunar á næsta varptíma. Á sumardaginn fyrsta 1928. Guðl. E. Einarsson frá Litlu-Tungu. Vígi. Ef jeg man rjett, var Vígi tveggja mánaöa gam- all, þegar foreldrum m'mum var gefinn hann. Þau bjuggu þá í Lokinhömrum í ArnarfirSi. Hjet hvolp- urínn Banco, en var þegar skírSur Vígi, þá er eig- endaskifti uröu. Hann var svartur, brúngolsóttur, en bringan hvít. Hann var stór vexti, snögghærSur °g gljáhæröur, og eyrun voru stór og lafandi. Hann var fallega eygur — augun greindarkg og athugul. Hann var allbrellinn á unga aldri, og erfitt var aS venja hann. En snemma sýndi hann mikla vits- muni, skapstór var hann og svo langrækinn, ao hann gleymdi alvarlegu'm misgerSum seint eSa ekki. En ekki gerSi hann á hluta þeirra, sem eigi sýndu honu'tn ilt aS fyrra bragSi. Hann lærSi snemma a'S bera eitt og annaS í kjaft- inum og þóttist hundur aS meiri. Þá er honum var falib eitthvaS til fyrirgreiSslu eSa varSveislu, reigSi hann höfuSiS, diIlaSi skottinu, sveigSi skrokkinn á ýinsa vegu og skotra'Si augunum stærilætislega. Þegar hann tapaSi einhverju, sem hanu skyldi bera, varð hann sneypulegur mjög. Og væri honum skip- aS af staS aS leita þess, rakti hann spor sín þangaS til hann fann það. Honum var kent, aS sækja sjó- fugla, er skotnir voru, og brátt læröist honum a'S taka í kjaftinn í sömu ferS fleiri en einn, ef margir voru skotnir, og sparaöi hann sjer meS því mikla vosbúS. — FaSir minn hafSi hann meS sjer á segl- ski|)um, og lærSi Vígi ])ar aS sækja fisk, er slapp af færum og flaut upp. Var allur fiskur, seta hann sótti, markaSur sjerstöku marki Atti Vígi þvi jafn- an innieign nokkra hjá útgerSinni, þegar hætt var veiSum aS hausti. Virtist honum veitast Ijett, a'ð

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.