Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 4

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 4
DÝRAVERNDARINN iS þremur smá atvikum því til sönnunar. Þau sýnast fljótt álitið smávægileg, og varla umtalsverð, en eru þó umhugs-unarverð. Sumarið 1912 var jeg vi'ð brúargerS á Ytri-Rangá. Veturinn áður liafði verið dregið að grjót til stöpla- ger'ðar og því hla'ðið upp í köst á árbakkanum. Um vorið haf'ði steindepill verpt i grjóthrúgunni og var ekki enn búinn að unga út, er nota átti grjótið. Sýndist nú ckki annað fyrir bendi en að ey'ðileggja hreiörið. Tók jeg þá þa'ð ráð, að færa hreiðrið smátt og smátt til í grjóthrúgunni eftir þvi sem hún var notuð, þar til ekki voru eftir nema nokkrir steinar umhverfis hreiðrið. Þetta heppna'ðist ágætlega. Fugl- inn afrækti ekki eggin, en settist fljótlega á þau eft- ir hverja færslu, og sat rólegur á þeinr þó að vi'ð værum að vinna þar í grjótinu. Ánægjunni, sem við verkamennirnir höf'ðum af að sjá alla þá umhyggju og nákvæmni, sem fuglinn sýndi eggjum og síðar ungum, ætla jeg ekki a'ð lýsa. Að sjá hvernig hann bar þeim fæðuna í nefinu en dritinn burt í klónum. Það var víst, að við það, að veita lifnaðarháttum fuglsins eftirtekt, drógst hugur okkar oft frá óþörfu og ómerkilegu umtals- og umhugsunarefni. Oðru sinni stó'ð líkt á um atvik; ætlaði jeg þá að leika sama leikinn, en það mistókst, áreiðanlega af því, a'ð nákvæmni mín var ekki nóg. Enn var það, að jeg var við vegagerð. Hafði þá verpt lóuþræll, þar sem taka átti skurð. Skildi jeg þá eftir þúfu í honuin miðjum með lóuþræls-lireiðr- inu í. Og enn sem fyr höfðum við vegagerðarmenn- irnir ánægju af a'ð sjá til fuglsins. Margfalt meiri en við mundum hafa haft af að jeta eggin hans. Loks var það si'ðastliðið sumar, að jeg var enn við vegagerð. Var tjald rnitt um tíma á vatnsbakka ein- urn. Syntu á vatnihu fuglar fram og aftur eins og gerist. Einkum var það önd með unga sem dró a'ð sjer athygli mína. Hólmi var enginn í vatninu e'ða þúfa fyrir fuglana að hvíla sig á. Gerði jeg mjer til gamans eitt kvöldið, a'ð stinga hnaus úr vatnliakkanum og draga hann svo langt sem jeg gat út í vatnið. En hvað haldið þið að hafi verið það fyrsta, sem jeg sá, er jeg kom út úr tjaldinu morguninn eftir? Auðvitað öndina með ungahópinn sinn. Og þá sjón sá jeg eftir það kvölds og morgna þann tíma, sem jeg átti eftir að vera vi'ð vatnið. Ekki gæti jeg skilið innræti þess manns, senr dytti í hug a'Ö miða byssu á þann hóp, eöa sem likt stæði á um. Og þó eru þeir menn til, ]>ví ver og miður. Þessara smáu atvika hefi jeg getið, ef þau kynnu a'ð verða einhverjum ungling til eftirbreytni eða um- bugsunar á næsta varptíma. Á sumardaginn fyrsta 1928. Guðl. E. Einarsson frá Litlu-Tungu. Vígi. Jif jeg man rjett, var Vígi tveggja mánaða gam- all, þegar foreldrum mínum var gefinn hann. Þau bjuggu þá í Lokinhömrum í Arnarfirði. Hjet hvolp- urinn Banco, en var þegar skírður Vigi, þá er eig- endaskifti urðu. Hann var svartur, brúngolsóttur, en bringan hvít. Hann var stór vexti, snöggliærður og gljáhæröur, og eyrun voru stór og lafandi. Haun var fallega eygur — augun greindarlcg og athugul. Hann var allbrellinn á unga aldri, og erfitt var að venja hann. En snemma sýndi hann mikla vits- muni, skapstór var hann og svo langrækinn, að liann gleymdi alvarlegúm misgerðum seinteða ekki. E11 ekki gerði hann á hluta þeirra, sem eigi sýndu honum ilt að fyrra bragði. Hann lærði snemma aö bera eitt og annað í kjaft- inum og þóttist hundur að meiri. Þá er honum var falið eitthvaö til fyrirgreiðslu e'ða varðveislu, reig'ði hann höfuðið, dillaði skottinu, sveigði skrokkinn á ýmsa vegu og skotraði augunum stærilætislega. I’egar hann tapaði einhverju, sem hann skyldi bera, varð hann sneypulegur mjög. Og væri honum skip- aö af stað að leita þess, rakti hann spor sin þangað til hann fatin það. Honum var kent, að sækja sjó- fugla, er skotnir voru, og brátt lærðist honum aö taka í kjaftinn í sömu ferð fleiri en einn, ef margir voru skotnir, og sparaði hanu sjer með því mikla vosbúð. — Faöir minn hafði hann ineð sjer á segl- skipum, og lærði Vígi þar að sækja fisk, er slapp aí færurn og flaut upp. Var allur fiskur, sein hann sótti, markaður sjerstöku marki Atti Vígi því jafn- an innieign nokkra hjá útgerðinni, þegar liætt var veiðum að hausti. Virtist honum veitast Ijett, að

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.