Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 6
20 DÝRAVERNDARINN ill. Vígi þaut af staS og dró fljótt sanian meS hon- um og hrútsa. En þegar hrútsi sá sitt óvænna um undankomuna, sujeri hann sjer snöglega viS og Vígi stansaSi. Horföust þeir nú um hrííS í augu. Alt í einu skopaSi hrúturinn skeiS. En Vígi stó'S kyr. Pór nú aö fara um okkur bræSurna, því a'íS viÖ hofSum miklar mætur á Víga. Alt i einu rendi hrúturinn sjer á hann — og viiS stóSum meS öndina í hálsinum af ótta viS, aS Vígi mundi nú hljóta meiSsli eSa bana. En óSar en varSi, stökk hann í loft upp og lenti milli hornanna á hrútnum. Kikn- aSi hrútsi viS og datt á hnjen. En Yigi greip meS kjaftimim í horn honum og velti honum á hrygg- inn. Þannig hjelt hann honum, þangaö til viS bræ'S- urnir komum til liSs viS hann. Svo var Vígi fylgispakur föSur mínum, aS hann mátti ekki af honum sjá. Lenti faöir minn oft í vanda af hans völdutn, þá er þeir voru einhvers staSar gestir. YrSi hundurinn eftir inni, þegar faS- ir niinn fór út, og- dyr voru ekki opnar, urSu ávalt skaSar á giuggarúSum. Eins hafSi Vígi þaS til aS fara inn um glugga, ef hann varS eftir, þegar faSir minn fór inn. Þegar faSir minn fór aS heiman, áh þess aS hafa Víga meS sjer, hjelt hann sig ávalt í nánd viS móSur mína. Væri nú faSir minn á sjó, og veSur væri svo vont, aS móSir mín væri ekki ugg- laus, þá varS Víga jafnan órótt, lagSi hann oít trýniS í kjöltu móSur minnar og mændi á hana angurværum augum. Eitt sinn, er faðir minn var í bersýniiegri lífshættu, vjek Vígi ekki af fótum móSur minnar. nema þegar hann stóS upp og- strauk hausnum blíSlega viS knje henni, eins og hann vildi sýna henni gott atlæti, henni til huggunar. . . . Vip okkur bræSurna ljek hann sjer oft — og" þoldi hann okkur meira cn flestum öSrum. Mjög þótti honum gaman aS ])ví a'S togast á viS okkur — og- varS þá oft æriS ákafur. En ekki vorum viS hans líkar aS burSum. ViS vöndum hann á þaS aS fara niSur í poka, sem viS hjeldum út. Þegar hann var kominn niSur í, bunduni viS lauslega fyrir, og svo stökk hann í loft upp, velti sjer og hamaSist, uns fyrir bandiS losnaSi. Þá stökk hann út og leit hróSugur á okkur. SamtíSa Víga í Lokinhömrum var hunclur sein Skrámur hjet. Hann var frekar lítill, en gersemis- fjárhundur. MeS honum og Víga var hin mesta vinátta. Þegar Vígi kom inn klakaSur, sleikti Skrámur af honum klakann, og þá c-r Skrámur UcáSi í bein, át hann þaS ekki, neina hann hefSi ;iS- ur fullvissaS sig- um þaS, aS Vígi vildi ekki þiggja þaS af honum aS gjöf. . . . En æ skal gjöf til gjalda. Vigi veitti Skrám ávalt vigsgengi. Þegar Vígi var ekki nærstaddur, hafSi Skrámur sig litt í framnii viS ókunnuga hunda. Væri" aftur á móti Vigi ná- lægur, rauk Skrámur á alla aSkomuhunda meS hinni mestu grimd. HorfSi Vígi á orustuna og ljet hana afskiftalausa ef Skrámur hafSi i fullu trje viS andstæSinginn. En yi'Si annaS uppi á teningn- um, veitti hann Skrámi þegar. AS þessu var hent mikiS gaman. . . . En enn er ósagt frá þvi er best sýnir, hve mikiS Yígi mat vin sinn. Húskarl var hjá föSur minu'm, er Ingibjartur hjet, mikill maSur aS vexti og burSum og afkasta- maSur viS hvaS, sem hann lagSi hönd aS. Voru þeir Vígi góSir vinir. Þótti Ingibjarti viS Skrám og lumbraíSi á honum. En Vígi var nærstaddur og stökk upp á bak Ingil^jarti svo óvænt og með svo miklu afli, aS Ingibjartur fjell. StóS Vígi yfir hon- um urrandi og ygldur — og virtist til alls búinn, en Skrámur vældi aumkunarlega. Slapp Ingibjartur ómeiddur, en þaS sagSi hann, aS sjaldan heföi hon- um þótt sjer búiC vísara tjón, en þá er hann horfS- ist í augu viS Víga aS þessu sinni. Á seinni árum sínum varö Vígi makráSur og hjelt löngum kyrru fyrir. GerSist hann þá óþjáll í skapi og frekur viS ])á, er hann þóttist ekki eiga neitt viS aS virSa. iíitt sinn er nýkomin griSkona var aS þvo gólf og stjakaSi ó])yrmilega viS hon- um, spratt hann upp, reis upp á afturfæturna, greip í hálsmáliS aftan <á kjól griSkonunnar og skelti henni á gólfiS. AS svo búiiu lagSist hann þar, er hann hafSi áSur legiS og ljet sem hann hvorki sæi nje heyrSi. 'I'il marks um vitsmuni Víga skal þaS aS lok- um sagt, aS hægt var aS senda hann milli húsa eft- ir ýmsum hlutum. ,.Vígi, sæktu skóflu út aS Hjall- portahúsinu," sagSi kann ske íaSir minn . Og Vígi ]>aut af staS og sótti skófluna. Þá er Vígi var skotinn, var hann orSinn hrumur mjög og fyrirgengilegur. Hann var tekinn aS sjá illa, orSinn þungur í vöfum og nrjög hæruskotinn. Hann var grafinn meS sárum söknuSi, og meS hon- um þótti mikill hundur af heimi genginn. Rvík, 5. maí 1928. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.