Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 6

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 6
20 DÝRAVERNDARINN ill. Vígi þaut af stafi og dró fljótt saman meS hon um og lirútsa. En þegar hrútsi sá sitt óvænna um undankomuna, snjeri hann sjc-r snöglega vi'ð og Yígi stansaði. Horfðust þeir nú um hríð í augu. Alt i einu skopaði hrúturinn skeið. En Vígi stóð kyr. Fór nú að fara um okkur bræðurna, því að við höfðum miklar mætur á Víga. Alt i einu rendi hrúturinn sjer á hann — og við stóðum með öndina i hálsinum af ótta við, að Vígi mundi nú hljóta meiðsli eða bana. En óðar en varði, stökk hann í loft u])]i og leuti milli hornanna á hrútnum. Kikii- aði hrútsi við og datt á hnjen. En Vígi greip með kjaftinum í horn lionum og velti honum á hrygg- inn. Þannig hjelt hann honum, þángað til við bræð- urnir komum til liðs við halin. Svo var Vígi fylgispakur föður mínum, að hann mátti ekki af honum sjá. Leuti faðir minn oit í vanda af hans völduln, þá er þeir voru einhvers staðar gestir. Yrði hundurinn eftir inni, þegar fað- ir minn fór út, og dyr voru eklci opnar, urðu ávalt skaðar á gluggarúðum. Eins haföi Vígi það til að fara inn um glugga, ef hann varð eftir, þegar faðir minn fór inn. Þegar faðir minn fór að heiman, án ])ess að hafa Viga með sjer, hjelt hann sig ávalt i nánd viö móður mína. Væri nú faöir minn á sjó, og veður væri svo vont, að móðir mín væri ekki ugg- laus, þá varð Víga jafnan órótt, lagði hann oft trýnið í kjöltu móSur minnar og mændi á haua angurværum augum. Eitt sinn, er faðir minn var í 1>ersýni3egri lífshættu, vjek Vígi ekki af fótum móður minnar, nema ])egar hann stóð upp og strauk hausnum blíðlega við knje henni, eins og hann vildi sýna henni gott atlæti, henni til huggunar. . . . Viö okkur bræðurna ljek hann sjer oft — og þoldi hann okkur meira en flestum öðrum. Mjög ])ótti honum gaman að þvi að togast á við okkur — og varð þá oft ærið ákafur. En ekki vorum við hans líkar að burðum. Við vöndum hann á þaö að fara niður í poka, sem við hjeldum út. Þegar hann var kominn niður í, bundum við lauslega fyrir, og svo stökk hann i loft upp, velti sjer og hamaðist, uns fyrir bandið losnaði. Þá stökk hann út og leit hróðugur á okkur. Samtíða Viga i Lokinhömrum var hundur sem Skrámur lijet. Hann var frekar lítill, en gersemis- fjárhundur. Með honum og Víga var hin mesta vinátta. Þegar Vigi kom inn klakaður, sleikti Skrámur af honum klakann, og þá cr Skrámur náði i hein, át hann það ekki, nema hann hefði áð- ur fullvissað sig um það, að Vígi vildi ekki þiggja það af honum aö gjöf. . . . En æ skal gjöf til gjalda. Vigi veitti Skrám ávalt vigsgengi. Þegar Vígi var ekki nærstaddur, hafði Skrámur sig lítt i frammi við ókunnuga hunda. Væri aftur á móti Vigi ná- lægur, rauk Skrámur á alla aðkomuhunda með hinni mestu grimd. Horfði Vígi á orustuna og- ljec hana afskiftalausa ef Skrámur hafði i fullu trje við andstæðinginn. En yrði annað uppi á teningn- um, veitti hann Skrámi þegar. AS þessu var hent mikið gaman. . . . En enn er ósagt frá þvi er 1)est sýnir, hve mikið Vígi mat vin sinn. Húskarl .var hjá föður rnínu'm, er Ingibjartur hjet, mikill maöur að vexti og burðum og afkasta- maður viö hvað, sem hann lagði hönd að. Voru þeir Vígi góðir vinir. Þótti Ingibjarti við Skrárn og lumbraði á honum. En Vígi var nærstaddur og stökk upp á bak Ingibjarti svo óvænt og með svo miklu afli, að Ingibjartur fjell. Stóð Vígi yfir hon- um urrandi og ygldur...og virtist til alls húinn, en Skrámur vældi aumkunarlega. Slapp Ingibjartur ómeiddur, en ])að sagði hann, að sjaldan hefði hon- um þótt sjer búið visara tjón, en þá er hann horíð- ist í augu viö Víga að ])essu sinni. Á seinni árum sínum varð Vígi makráður og hjelt löngum kyrru fyrir. Gerðist hann þá óþjáll í skapi og frekur við ])á, er hann þóttist ekki eiga neitt við að virða. Eitt sinn er nýkomin griðkona var að ])vo gólf og stjakaði ó])yrmilega við hon- um, spratt hann upp, reis upp á afturfæturna, greip i hálsmálið aftan á kjól griökonunnar og skelti henni á gólfið. Að svo búnu lagðist hann þar, er hann hafði áður legið og ljet sem hann hvorki sæi nje heyrði. Til marks um vitsmuni Víga skal þaö að lok- um sagt, að hægt var að senda hann milli húsa eft- ir ýmsum hlutum. ..Vígi, sæktu skóflu út aö Hjall- portahúsinu,“ sagði kann ske faðir minn . Og Vígi ])aut af staö og sótti skófluna. Þá er Vígi var skotinn, var hann orðinn hrumur rnjög og fyrirgengilegur. Idann var tekinn að sjá illa, orðinn þungur i vöfum og rnjög hæruskotinn. Hann var grafinn með sárum söknuði, og með hon- um ])ótti mikill hundur af heimi genginn. Rvik, 5. maí 1928. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.