Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Blaðsíða 7
dýravérndarinn 2Í Syngdu litla lóa. Syngdu, litla lóa, ljó'Ö uin vor og æsku, gróörarhug og gæsku. — Syngdu, litla lóa. Syngdu, litla lóa, ljett og blítt frá linjóti, huggun svo jeg hljóti. — Syngdu, litla lóa. Syngdu, litla lóa, — ljómar sól í mónum, — töfra þú með tónum. — Syngdu, litla lóa. Signrður Kr. Sigtryggsson. Vetrarvistin. Frá því aö landiö bygöist, hefir hesturinn veriö aöal farartækiö. Hann hefir 1)orið og dregið nauð- synjamar að og frá heimilunum; hann hefir boriö okkur um landið, lengri eða skemri vegi, eftir þvi, hvaö hver hefir verið víðförull. Það er því marg- ur, sem ekki má einungis minnast gagnsins af hest- inum, heldur líka gleöinnar, sem hann hefir veitt, þegar viö sem börn vorum að láta „spretta úr spori“ eöa siöar, sem fullorðnir, þurftum. að skreppa bæj- arleiðir með góðum fjelögum um helgar eða að loknu dagsverki. Vart mun sá Islendingur finnasr, sem ekki á einhverra ánægjustunda að minnast og ])akka hestinum. Það er því ekkert nema eðlilegt, þótt hesturinn sje oröinn okkur mörgum hverjum að óhjákvæmi- legri nauðsyn, jafnvel þó hægt sje að komast af án hans, eins og víða mun eiga sjer stað í bæjun- um, ekki síst i Reykjavik. Veldur því náin sambúð kynslóð eftir kynslóö og fjöldi endurminninga. Margur mun sá, sem hefir tæmt tærustu gleðiveig- ina á hestbaki á góöum vegi. En hesturinn er viðkvæmt dýr. Kvikur, sprett- snöggur, dúmnjúkur, örhraður, þolinn og þægur cr góður reiöhestur í höndum þess, sem kann með hann að fara — og, sem betur fer hafa góðu völv- urnar gefið mörgum þá vöggugjöfina. Skorti aftur á móti skilning á eðli hestsins og meðferð hans, þá missir hesturinn gjarnan eðlis- kostina góðu, sem gera hann að góðhesti og ómet- anlegri ánægju fyrir eigandann. Þetta má aldrei gleymast. Gleymska í þessum efnum skapar óhjákvæmilega fjártjón og ánægju- rnissi. En því miður er mörgum þetta lögmál ekki nægi- lega ljóst. Jeg hefi stungið niður penna til þess að minna á það — og þó einungis á eina grein af mörgum, sem lögmál þetta hefir að geyma. Og greinin er um húsvist reykvísku hestanna. I Reykjavik er tiltölulega margt hesta. Hestur- inn er hjer sem annars staðar mörgum manninum óhjákvæmileg nauðsyn, þótt ekki þurfi að nota hann hjer til flutninga eða ferðalaga. Reykvíking- ar margir hverjir hafa meiri peningaráð en annars staöar gerist á landinu. Margur kaupir reiðhest til þess aö geta við og við „kornið á bak“ sjer til gagns og gamans. Og ánægjuna er aldrei hægt að meta til peninga. Vejröið er hátt. Enda er álitlegur hópur af góðhestum landsins kominn hingað. Sennilega stærsti gæðingahópurinn. En í ])essu tilfelli er það að minsta kosti engu minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Það eru mikil viöbrigði fyrir hesta, sem aldir eru upp i heimahögum og afrjettum landsins og eru óvanir eða litt vanir liúsvist að koma hingað til Reykjavíkur. I staðinn fyrir ótakmarkað frjálsræði á víðáttumiklu haglendi, stutta húsvist og beit á vetrum, eru liestarnir hjer lokaðir inni í húsi og verða aö standa á þröngum og hörðúm básum 5— 7 mánuði af árinu. Útivistin er lítil og aðkreft og reiðæfingar fáar, en oft og einatt alt of örðugar. Allmargar undantekningar munu ])ó frá þessar' reglu. En víða, alt of víða, mun aðstaða hestaeig- endanna erfið aö því er snertir hús fyrir hestana og hirðingu aö vetrinum. Löng húsvist, þröngir básar og ónógar reiöæf- ingar slíta hestinum eins mikið eða meira en mikið erfiöi. Afleiðing þessa er, að fóðrið kemur ekki að notum. Það 'myndast fita í stað vöðva. Fjörið, þrótturinn og þolið minkar. Hófgallar og „fóta- veiki“ í öllum myndum þjá hestinn. Brjóstkassi og lungu fá ekki eðlilegan þroska. I stutu máli: End-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.