Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Síða 8

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Síða 8
22 DÝRAVERNDARINN ingin veröur engin og eölisgæði góöhestsins hverfa. Margir hestaeigendur þurfa aö liæta aöstööu sína i þessum efnum og allir þurfa aö leggjast á eitt til þess aö ná því marki, aö góöhestarnir geti feng- iö hjer eðlilegan þroska og endingu. Og vegurinn aö því marki ? Húsvistina er ekki hægt að stytta. Þess vegna jiarf aö bæta húsin. Básarnir með bundnum hest- um verða að hverfa og i stað þeirra þurfa að koma rúingóð hesthús, hólfuð i sundur, þar sem einn eöa mest tveir hestar geta gengið frjálsir um i hverju hólfi. Hesturinn getur þá hreyft sig inni og notið nokkurs frjálsræðis og það má passa að gólfin sjeu hæfilega hörö og við hæfi hófa og fóta. Auk þess ]>arf að ríða hestinum, æfa hann, helst daglega, að minsta kosti fleirum sinnum á viku hverri. Nokkrir hestaeigendur munu geta veitt sjer þetta. Hinir munu j)ó fleiri, sem ekki hafa aðstöðu til þess. En þá verða ])eir með tilstyrk góðra manna, aö koma sjer upp sameiginlegu, stóru hesthúsi, þar sem hægt er að fullnægja framangreindum skilyrð- um, að j)ví er húsvist hestanna snertir, og })ar sem nægilegt og lífvænlegt starf getur verið fyrir hesta- mann, við að leiða hestana og æfa. Hesthús jretta J)arf að vera i grend við bæinn, en })ó ekki í sjálf um bænum. Auk þess mætti, ef svo sýndist, hafa nokkra „bása“ fyrir feðramannahesta — hesta, sem væru aöeins eina eða fáeinar nætur. Og lolcs þyrfti að vera eitt eða fleiri hólf þannig útbúin, að hægt væri að hafa þar sjúka hesta, sem væru undir læknis hendi. Ennfremur rúm eða herbergi, þar sem hægt væri að leggja hesta niður og vinna að lækningum á þeim. Margur mun nú segjá: Þetta kostar stórfje. Hvar á að fá peningana? Þeim mönnum vil jeg svara: Peningarnir eru til. Þeir eru í vösum fjölmargra manna, í vörslum bæj- arfjelagsins og einstakra fjelaga. En til þess aö fá þetta fje þarf eitt. Einbeitta, markvissa og áhugasama forgöngu í málinu. Vill ekki eitthvert fjelagiÖ hjer i bænum beita sjer fyr- ir þessu máli? Málið er gott og mikilvægt. Enn er hesturinn „þarfasti þjónninn". Þjónn stritsins og þjónn óblönduðustu ánægjunnar. Hjer á landi hefir maðurinn og hesturinn verið nánir fjelagar í alda raðir. Án hestsins væri landið óbyggilegt. Vináttan og skilningur þessa er þaö, sem heimta mún hæði 1 og 2 krónur úr vösum manna. Hannes Jónsson. Tófuslóð. Þegar vetrarnóttin hefir breitt blæju lognsnjóa yf- ir jörðina, getur aö lita tófusló'S á víðavangi og jafn- vel bæja á milli. Þessi mjallhvíta breiða heíir annan jaðar sinn í óbygðum en hinn við ílæðarmál. Og tæfa fer um víðáttu þessa, milli jölda og hafs, og snuðrar eftir æti — skinnið að tarna. Hún leitar milli fjöru og fjalls og gengur rekana. Oftast liggur tófuslóð beint til strandar, ein og ein. Þar eru fuglahræ, sem hafáttin skilar á land og bylgjan, innan um ýmiskonar unnvörp. Því harðara sem veðráttufarið er, því meira er ætið í sullgarði strandarinnar. En tæfa hefir hita og sopa á landinu eigi síður: kjöt og blóð rjúpna, sem hún veiðir. Tæfa fer á kreik á kveldin, að leita sjer villibráðar; hún uggir að sjer á daginn, treystir nóttinni betur. Hún þarf ekki á birtunni að halda, vegna þess, að hún styðst mestmegnis við þefvísi sína. Skotmaður, sem hefir i huga að veiða melrakka, fer á kreik, þegar nýsnævi er og sporrækt. Þá segir slóðin eftir tæfu. En betra er þeim manni að hafa nesti og nýja skó, ef hann ætlar að bera sigur úr býtum. Og hann verður að vera ráðagóður og kænn í háttum, en fyrst og fremst athugull. Slóðin er krókótt, öðru hverju, liggur oft yfir sjálfa sig og ber vott urn, að dýrið fer snuðrandi. Nasasjón skolla er nákvæm. Það orð gæti verið komið frá einhverjum manni, sem kynst hefir melrökkum í fyrndinni. Sá, sem eltir tófuslóð, getur stafað sig fram úr þessu efni. —- Ilann sjer, að dýrið finnur lykt af hverju smáhræi, sem liggur undir snjónum. Það má sjá á slóðinni, að tæfa fer í hægðum sín- um. Jafnlangt er milli sporanna. Hún stekkur eigi á göngu sinni eins og mýs gera og hundar. Þessir útlagar fara á seinagangi, að jafnaði, og athuga ráð sitt. Og athyglin öll fer gegnum nasirnar. Sá sem rek- ur tófuslóð, gengur úr skugga um það. — Iiann

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.