Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Side 9

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Side 9
DÝRAVERNDARINN 23 þarf eigi langt aÖ ganga, á'Sur en slóðin sýnir at- hæfi tæfu. Hún hefir rifið sjer holu niður í snjóinn, alt að jarðvegi og í holubotninum sjer í flus af eggi, sem tunga dýrsins hefir sleikt úr. Þessi vegsum- merki bera vott um, að tófa hefir fundið lyktina af eggi, sem liggur frosiö undir álnar djúpum snjó. — Skotmaður heldur áfram. Hann finnur aðra holu og enn dýpri og i þeim holubotni sjer í sauðkindar bein. — Skyttan heldur áfram. Þriðja holau ber vott um rotin fuglsbein, sem enga æta tætlu hafa á sjer haft. Leiðin liggur upp á ás, þar er snöp fyrir rjúpur í lyngi og víði. Þarna sýnir slóðiri, að tæfa hefir lagt sig á kviðinn og hikað, þokast áfram og lúpt sig niöur. Alt i einu hefir hún stokkið langt fram. Þar sjest bæli eftir rjúpur, sem lagst hafa til svefns eða leitað sjer afdreps i hríðinni. Blóð og íjaðrir sjást í einu bælinu og vottur þess, að tæfa hefir matast. Barmar rjúpnabælanna sýna, að vængjum hefir ver- ið slegið niður í snjóinn. Þessi hjörð hefir orðið felmtsfull við komu þessa óvinar og gripið til vængj- anna, að forða sjer. Skyttan rekur tófuslóðina áfram. Hún leggur enn krók á hala sinn. Ef til vill er það orðtæki komið upp í tófuslóð, í fyrsta sinni. Hver veit! — Loksins þegar kvölda tekur og á daginu líður, finnur skotmaður endalyktir tófuslóðar. Hún sýnir, að skepnan hefir holað sjer inn í urðarhrygg. Þar er ef til vill gren. Skyttan veit, að jörðin þarna er hol og fer nærri um, að dýrið er óhult fyrir byssunni. En skyttan hefir náð takmarki að því leyti, að hún veit nú hvar tæfa er niðurkomin. Og skotmaður getur náð tæfu, ef hann bíður tækifæris — bíður hálfa eða heila nótt, þangað til hún leitar út til fanga. En þá verður hann að hafa hljótt um sig og vera svo nærri fylgsni skolla, að hann verði í dauðafæri, þegar út kemur úr holunni. Ef tunglskin er eða bjart af stjörnum og norður- ljósum, má vel takast að skjóta dýrið við þá glætu. En ef myrkt er af nótt, getur svo til tekist, að tæfa fari ósærð sína leið, enda þótt skotiö sje á hana. Enn í dag sjer merki þeirra veiðivjela frá forn- ökl, sein kallaðar eru tófugildrur. Ein er ósködduð í mínu landi — í Aðaldalshrauni. Hún stendur á hraunkambi og er hlaðin úr hellum. Við munnann eru reistar upp hellur, jarðgrafnar, sem mynda gróp eins og fyrir hleypilok í nálhúsi. Þar hefir hellan átt að falla niður i, þegar dýrið tók agnið inni í gildruholunni. En eigi sjest nú, hvernig um var bú- ið, svo að fall-hellan dytti í grópið. Þessi gildra er lukt i annan enda. En vott sjer þess á öðrum hrund- um gildrum í landi jarðar minnar, að sumar þeirra hafa verið opnar í báða enda — til að loklca dýrið irin i gildrugöngin. Þess eru dæmi, að skyttur, sem rakið hafa tófu- slóð, hafa hitt tæfu í svo grunnri holu, t. d. undir steini, eða í snjóhengju-sprungu, aö sjeð hefir i trýn- ið. Þá er auðvelt að skjóta i lifandi mark og fá góð daglaun. Því að einn mórauður tófubelgur befir verið seld- ur fyrir 4—5 hundruð krónur. Svo mikið er unt að hafa upp úr því að rekja.tófu- slóð. G. F. Lítið æfintýri. Sólin skin glatt og sendir geisla sina til jarðarinn- ar, sem öll er döggvot undan nóttunni. Og döggin glitrar í sólskininu, svo að hver dropi er eins og ofurlítil, glansandi og gagnsæ perla. Lengst frá austri heyrist suðandi elfarniður og í suðri blánar fyrir Hengli, fjallinu stórhrikalega, með standbergs-klettunum og blómabrekkunum. í vestur nær sljettan svo langt sem augað eygir. A stóru tjörninni suður undir Henglinum situr hópur af fannhvítum svönum. Þeir eru að baða sig. Eftir stutta stund synda þeir út á miðja tjörnina og hefja sig þar til flugs. Þeir fljúga í suðurátt. Og glóandi heitir sólargeislarnir verpa þá slikjugulum ljóma. Þannig bar þessa stóru, hvitu fugla, hæst við hamrabrún Hengilsins. Svo lækka þeir flugið og líða meðfram klettabelti, sem er neðar í fjallinu. En að lokum hverfa svanirnir út í geiminn, suður undir sólroðaskýin. Nú flytjum við úr landi, á meðan svanirnir fljúga til suðurs, förum í sömu átt, og erum komin á ann- að land, löngu á undan þeim. Það land er ólikt hinu, en það er líka fagurt. Undir gróðursælu fjalli stend- ur konungshöll og i kringum hana liggja aldingarð- ar, þar sem fögur blóm og trje vaxa.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.