Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 10

Dýraverndarinn - 01.05.1928, Page 10
24 DÝRAVERNDARINN í þessum aldingörðum eru nú kongssynirnir á morgungöngu sinni. Þeir eru sjö, og hver þeirra heí- ir gullboga í höndum. Aftur og fram reika þeir um þessi dýrÖarveldi og njóta morgunblí'Öunnar. Á stund- um skemta þeir sjer viÖ aÖ lirista döggina ofan úr trjáliminu. Þegar minst varir, hljómar loftið af yndislegum svanasöng. Kongssynirnir líta upp og sjá svanahóp- inn svífa hátt í lofti, yfir aldingöröunum. Þeir verða hrifnir, og meira: — þá langar til aÖ kynnast fugl- um þessum hetur. Og kongssynirnir benda hina gullnu boga og skjóta örvunum á svanahópinn. Sjö særðir svanir falla til jarðar, og eru andvana áður en niður eru komnir. Kongssynirnir fara hlakkandi heim af morgungöngunni með blóði clrifna svanina, en hinir lifandi svanir svifa stóran hoga til austurs og hverfa í norðurátt.--------- Þegar sólin var að setjast og helti aftanbjarman- um yfir sljettuna, sátu svanirnir á tjörninni nor'öan undir Henglinum. Þeir voru færri en áður. Hvort var ])að örlög eða aðeins tilviljun, sem hafði höggvið skarð í hópinn þeirra? Sigurður Kr. Sigtryggsson. Atburðirnir á Litlu-Þverá. Seinni part vetrar geröust tíöindi nokkur á bæn- um Litlu-Þverá i Húnavatnssýslu. Blöðin hafa flutt nákvæmar fregnir af atburöum þessum, og sjáum vjer þvi enga ástæöu til aö re'kja þá hjer. Nóg að segja, aö sannast hefir, að tveir drengir á bæ þess- um drápu 19 kindur, sumar meö hroöalegum hætti. Annar drengurinn kvað draug, er hann þóttist sjá, vera valdan aö þessum hermdarverkum, en játaöi loks aöalsökina á sjálfan sig. Ýmislegt keinur kyn- lega fyrir i þessu máli, t. d. þaö, aö k a r 1 m e n n skyldu ekki þora að vaka t fjárhúsunum til þess að reyna aö ganga úr skugga um, hvað um væri aö vera. Sumir kenna um áhrifum andatrúarmanna. Unt slikt er ekki hægt aö deila. Annars var mögn- uð draugatrú víöa á landi hjer, áður en Spiritism- inn kom til sögunnar, eins og allir vita, og því al- gerlega óþarft að rekja ótta fólksins til þeirrar stefnu, og engin bót aö því aö vera aö sakast urn oröinn hlut og ásaka einhverja, sem hjer kunna aö eiga hlut aö máli, aö einhverju leyti. Hin undar- lega g r i m d, sem kemur fram hjá drengjunum, er a ö a 1 atriöi málsins. Annars er grimd, á ein- hverju stigi, eöa það, sem kalla mætti mein-gleöi („Skadefryd“ á dönsku) því miöur alls ekki sjald- gæft í fari barna, aö m. k. á vissu aldursskeiöi, og vita það allir, sem veitt hafa börnum eftirtekt. Þess vegna er þaö svo nauðsynlegt, að byrjað sje nógu snemma að innræta börnum sarnúð og líknarlund, og er slikt áreiöanlega miklu mikilsveröara heldur en margt af þeirri þekkingu, sem veriö er að troða í óþroskaöa barnsheila. Það, sem atburðirnir á Litlu-Þverá ættu fyrst og fremst að kenna okkur, er það, að ennþá er engin vanþörf á dýraverndunar- starfsemi, á ræktun huga og tilfinninga gagnvart hinum mállausu smælingjum. En drengirnir, sem hjer eiga hlut aö máli, eru ekki e i n i r sekir. Ef fullorðna fólkiö á Litlu-Þverá heföi haft nógu innilega samúð meö dýrum, þá hefði sú samúð k n ú ö það til að sigra óttann og gera einhverjar tilraunir til varnar því, aö skepnurnar væru þann veg leiknar, sem raun varð á. Og þá heföi uppeldi drengjanna sennilega oröiö eitthvaö öðruvísi. Ann- ars lítum vjer svo á, aö best sje að rita og ræða sem minst uin þessa atburði og aðra svipaöa. Það er i sjálfu sjer aukaatriði, hverjir e i n s t ak 1 i n g-. arnir eru, sem fremja ill verk. Hitt skiftir öllu máli, aö ó h æ f u v e r k e r u f r a m i n, h v e r s v e g n a þau eru framin og með hverjum hætti á að koma í veg fyrir þau. Við getum að skaðlausu gleymt einstaklingunum, Jægar við höf- um lært einhvern a 1 g i 1 d a n sannleika af athæfi ])eirra. Vera má, að þessi „Þverár-undur* ‘veröi til þess, að ýmsar sofandi sálir vakni til vitundar um mikilvægi dýraverndunarstarfsemi, og er þá vel farið. Að svo mæltu látum vjer útrætt um þetta mál. Ritstjóri: Grétar Fells. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. FélagsprentsmiÖjan.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.