Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 6
DÝRAVERNDARINN 36 sjer hreiöur, og bjó þar með ungum sínum í besta yfirlæti, í skjóli hinna voldugu húsbænda. Nú nálgaöist sá timi, aö ungarnir áttu að vera orðnir fleygir. Þeir fengu sjaldnar æti, til þess að þeir yrðu ljettari á sjer. Þeir voru hungraðir og heimtuðu mat. En dag einn, er þeir görguðu sem mest, ljetu foreldrarnir sig það engu skifta. Ern- irnir flugu og sóttu sjálfum sjer æti. En ungarn- ir fengu ekkert. Nú var þolinmæöi þeirra þrotin. Annar unginn, sem lengi var búinn að æfa væng- ina, flaug út úr hreiðrinu, hræddur og hikandi, en honum jókst þróttur við áræðið. Hann flaug og flaug. Og sú sjón — að sjá foreldrana, sem ein- blindu á eftir honum, og svo flugu arnarhjónin lít- inn spöl, eins og til þess að sjá, hvað um hann, yrði. Suma kafla bókarinnar hefi jeg lesið aftur og aftur. Jeg hefi sagt mörgum frá efni hennar. Kunn- ingi minn. einn sagði brosandi: „Þetta er þá guð- fræðin, sem þú ert að lesa í sumar.“ Jeg spurði hann, hvort honum: fyndist ekki, að jeg ætti að lesa um líf arnarins, þar sem táknmyndin helguð Jóhannesi guðspjallamanni væri einmitt örn. Nokkru síðar hitti jeg þennan kunningja minn og spurði liann, hvort hann vissi, hve oft örninn væri nefndur í biblíunni. Jeg benti honum á 20—30 staöi, og sameiginlega lásum við þessi orð: „Eins og örn, sem vekur upp hreiður sitt og svífur yfir ung- um sínum', svo útbreiddi Drottinn vængi sína, tók hann-upp (ísrael) og bar hann á flugfjöðrum sín- um.“ (5. Mós. 32, n). Við lásum þessi orð: „Drott- inn krýnir þig náð og miskunn, mettar þig gæðuin; þú'yngist upp sem örninn." (103. sálmur, 4. og 5. v.). Jeg benti honum á þessi fögru orð : „Þeir, sem vona á Drottinn, fá nýjan kraft; þeir fljúga upp á vængjum sem ernir.“ (Jesaja 40,31). Og enn- fremur lásum við þessi orð í Jobsbók, þegar Guð svaraði Job úr stormviðrinu : „Er það eftir þinni skipun, að örninn flýgur svo hátt og byggir hreið- ur sitt hátt uppi? Á klettunum hefir hann býli og ból, á klettasnösum og fjallatindum. Þaðan skygn- ir hann að æti; augu hans sjá langar leiðir.“ Fleiri staði lásum við, og vorum á einu máli um það, að bókin um ernina þarf ekki að trufla lestur biblíunnar. Bjarni Jónsson. Dánarminning. Vjer sjáum oft lifandi loftförin smá sjer lyfta til himins — og kvaka, af frelsisins yndi og unaðarþrá vjer oft verðum stórlega hrifin að sjá hve verklega vængbrögð þau taka. En oft er að óþörfu frelsið þeim frá og fagnaðarsöngurinn tekinn, jeg ætla’ að segja’ ykkur söguna þá, um saklausa fuglinn, er máttvana lá, og í hverja raun hann varð rekinn. Hann lyfti sjer glaður í lofthafið blátt og ljek sjer í dúnmjúkum blænum; hve frjálst var og hressandi að fljúga svo hátt, að fjalllendiö stórvaxna sýndist jafnsmátt og grösin í haganum grænum. Hann elskaði blómin og undi sjer þar, sem einhver var sjáandi gróður, því hvíldi’ haniii oft vængina’ og hugfanginn var i hvammi eða á bala, sem laufgróður bar, og vappaði’ að fá sjer þar fóður. Hann óttaðist ránfugla, og annað ei neitt, og af því hann sá þá ei nærri, hann nefinu litla -í næði gat beitt, og náttúran hafði svo matborð hans skreytt, að konungsborð finnast slík færri. En maður, sem hafði sinn unað þar í, að ónáða fuglana smáu, hans óttaleg kveðja var eldur og blý, en auminginn saklausi vissi’ ekki aí því, hann dyklist hjá leitinu lágu. Svo vappaði fuglinn — uns vegandinn sá, að var hann í skotmálrð svarinn; hann skjótlega patrónu’ í byssuna brá, það blossaði’ — og auminginn vængbrotinn lá og fóturinn annar var farinn. Hann ætlaði í loftið að lyfta sjer þá, en lokið var flugvængjatakið,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.